William Ribeiro gekk af göflunum eftir að Rodrigo Crivellaro dæmdi aukaspyrnu á lið hans, Sao Paulo RS, í leik gegn Guarani. Hann hrinti dómaranum og sparkaði svo í höfuð hans. Ribeiro rotaðist og var fluttur á brott í sjúkrabíl.
Leikurinn var stöðvaður og Ribeiro handtekinn. Sao Paulo RS fordæmdi framkomu hans og rifti samningi hans. Ekki nóg með það heldur hefur Ribeiro verið ákærður fyrir morðtilraun. Dómari á enn eftir að ákveða hvort Ribeiro verði í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldunum eða látinn laus gegn tryggingu.
„Þetta var gróf og ofbeldisfull árás. Hann sparkaði í höfuð dómarans svo hann missti meðvitund. Dómarinn átti ekki kost á að verja sig,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Vinicius Assuno.
Crivellaro var útskrifaður af spítala í gær. Hann segist enn ekki hafa séð upptöku af atvikinu í leiknum á mánudaginn. Myndband af árás Ribeiros má sjá hér fyrir neðan.
Lance mais detalhado da agressão de William Ribeiro ao árbitro Rodrigo Crivellaro.
— FutebolNews (@realfutebolnews) October 5, 2021
Percebem que, após agredir o árbitro, William tentou agredir um jogador adversário.pic.twitter.com/itfQ0QnsFn
Leikur Sao Paulo RS og Guarani verður kláraður á þriðjudaginn í næstu viku. Guarani var 1-0 yfir þegar leikurinn var stöðvaður.