Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 18:09 Starfsmaðurinn sem um ræðir var trúnaðarmaður hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli, að sögn Eflingar. Því er Icelandair ekki endilega sammála. Vísir/Vilhelm Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. Í tilkynningu frá Eflingu í morgun kom fram að félagið ætlaði að höfða mál fyrir héraðsdómi og félagsdómi vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Fullyrt er að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa Icelandair um réttindamál starfsmanna. Hún hafi verið trúnaðarmaður hlaðmanna frá 2018. Engin skýring hafi verið gefin á uppsögninni en yfirmenn hafi tjáð fyrrverandi samstarfsmönnum hennar að hún hefði gerst sek um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, véfengir að Ólöf Helga hafi í raun verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Staðreyndin er sú að Icelandair er ósammála túlkun Eflingar og aðila greinir á um ákveðin efnisatriði málsins, svo sem það að viðkomandi starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnar kom,“ segir Ásdís Ýr. Icelandair harmi að Efling hafi ákveðið að reka málið í fjölmiðlum. Fyrirtækið geti að öðru leyti ekki tjáð sig um einstök starfsmannamál opinberlega. Þetta tiltekna mál sé „í farvegi“. Efling boðaði í tilkynningu sinni að félagið ætlaði að vekja athygli almennings á framgöngu Icelandair og Samtaka atvinnulífsins í máli Ólafar Helgu. Þannig hefði vefsíða verið opnuð um málið. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Eflingu í morgun kom fram að félagið ætlaði að höfða mál fyrir héraðsdómi og félagsdómi vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Fullyrt er að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa Icelandair um réttindamál starfsmanna. Hún hafi verið trúnaðarmaður hlaðmanna frá 2018. Engin skýring hafi verið gefin á uppsögninni en yfirmenn hafi tjáð fyrrverandi samstarfsmönnum hennar að hún hefði gerst sek um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, véfengir að Ólöf Helga hafi í raun verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Staðreyndin er sú að Icelandair er ósammála túlkun Eflingar og aðila greinir á um ákveðin efnisatriði málsins, svo sem það að viðkomandi starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnar kom,“ segir Ásdís Ýr. Icelandair harmi að Efling hafi ákveðið að reka málið í fjölmiðlum. Fyrirtækið geti að öðru leyti ekki tjáð sig um einstök starfsmannamál opinberlega. Þetta tiltekna mál sé „í farvegi“. Efling boðaði í tilkynningu sinni að félagið ætlaði að vekja athygli almennings á framgöngu Icelandair og Samtaka atvinnulífsins í máli Ólafar Helgu. Þannig hefði vefsíða verið opnuð um málið.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira