Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 09:00 Sif Atladóttir hefur leikið 82 A-landsleiki og stefnir á sitt fjórða stórmót á EM í Englandi næsta sumar. vísir/bára Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar. Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“ Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“
Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira