„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 11:31 Laugardalshöll var græn 15. febrúar 2020 þegar Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Nú þarf körfuknattleiksdeild félagsins á sjálfboðaliðum að halda til að starfsemi deildarinnar verði ekki lögð niður. vísir/daníel Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“ Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“
Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira