Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. október 2021 08:11 Suðurnesjalína 1 er í dag eina línan sem flytur rafmagn til Suðurnesjanna. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. Þá hefur nefndin einnig tekið fyrir kærur fimm umhverfissamtaka á leyfisveitingar annarra sveitarfélaga á línuleiðinni, það er Grindavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ. Bæjarfélögin höfðu öll samþykkt framkvæmdaleyfin og úrskurðaði nefndin að öll leyfin skyldu standa, nema hjá Hafnarfirði. Þetta þýðir að Hafnarfjarðarbær og Vogar þurfa nú að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til afgreiðslu að nýju. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Vogar vilja línuna í jörð en Landsnet loftlínu Vogar hafa talað fyrir að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun hefur mælt með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst hins vegar leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Í tilkynningu frá Landsneti er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets að fyrirtækið hafi talið mikilvægt að kæra ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi til úrskurðarnefndarinnar þar sem úrskurðarnefndin hafi þá þegar til afgreiðslu kærur náttúruverndarsamtaka á framkvæmdaleyfum Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. „Nú liggur fyrir niðurstaða úrskurðarnefndarinnar og er ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfinu ógild og að Hafnarfjörður þarf að setja málið aftur á dagskrá. Málið er því aftur komið inn á borð Voga og Hafnarfjarðarbæjar. Við vonumst til hægt verði að afgreiða málin sem fyrst þannig að hægt verði að hefjast handa við byggingu Suðurnesjalínu 2,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Þörf á annarri línu Náttúruverndarsamtökin fimm sem kærðu leyfisveitingarnar eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Orkumál Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Umhverfismál Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þá hefur nefndin einnig tekið fyrir kærur fimm umhverfissamtaka á leyfisveitingar annarra sveitarfélaga á línuleiðinni, það er Grindavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ. Bæjarfélögin höfðu öll samþykkt framkvæmdaleyfin og úrskurðaði nefndin að öll leyfin skyldu standa, nema hjá Hafnarfirði. Þetta þýðir að Hafnarfjarðarbær og Vogar þurfa nú að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til afgreiðslu að nýju. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Vogar vilja línuna í jörð en Landsnet loftlínu Vogar hafa talað fyrir að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun hefur mælt með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst hins vegar leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Í tilkynningu frá Landsneti er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets að fyrirtækið hafi talið mikilvægt að kæra ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi til úrskurðarnefndarinnar þar sem úrskurðarnefndin hafi þá þegar til afgreiðslu kærur náttúruverndarsamtaka á framkvæmdaleyfum Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. „Nú liggur fyrir niðurstaða úrskurðarnefndarinnar og er ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfinu ógild og að Hafnarfjörður þarf að setja málið aftur á dagskrá. Málið er því aftur komið inn á borð Voga og Hafnarfjarðarbæjar. Við vonumst til hægt verði að afgreiða málin sem fyrst þannig að hægt verði að hefjast handa við byggingu Suðurnesjalínu 2,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Þörf á annarri línu Náttúruverndarsamtökin fimm sem kærðu leyfisveitingarnar eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum.
Orkumál Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Umhverfismál Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28