Innlent

Salernum stolið í Garðabæ

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Hún var meðal annars kölluð til rétt fyrir miðnætti þar sem tveir höfðu ráðist á einn í Hlíðahverfinu. Mennirnir unnu einnig skemmdir á bifreið viðkomandi en voru á brott þegar lögregla kom á vettvang.

Um klukkan 17 í gær var hring á lögreglu vegna þjófnaðar í nýbyggingu í Garðabæ en þar var búið að stela verkfærum og þremur salernum. Þá var stuttu síðar tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði, þar sem búið var að stela raftækjum.

Í umdæminu Kópavogur og Breiðholt féll einstaklingur af rafskútu og missti við meðvitund. Var hann fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. Þá varð umferðaróhapp í Árbæ seinna um kvöldið, þar sem skemmdir urðu á ökutækjum og minniháttar slys á fólki.

Lögregla hafði afskipti af þremur ökumönnum sem reyndust óhæfir til aksturs en einn þeirra ók utan í kyrrstæða bifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×