Truflanir hjá Facebook Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 15:48 Langstærstur hluti Íslendinga er virkur á Facebook. Getty/Chesnot Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. Á tilkynningarsíðunni DownDetector má sjá að fjöldi tilkynninga um vandamál með Facebook fór upp úr öllu valdi eftir klukkan 15 í dag. Snúa flestar þeirra að vandræðum með að opna Facebook.com í tölvu og síður að notkun á snjallsímum. Á sama tímabili má sjá mikla fjölgun ábendinga um þjónusturof hjá Whatsapp og Messenger. Í yfirlýsingu frá Andy Stone, samskiptastjóra Facebook, segir að samfélagsmiðlarisinn sé meðvitaður um sumir notendur eigi nú í vandræðum með að nota þjónusturnar. „Við erum að vinna í því að koma hlutunum í samt horf eins fljótt og mögulegt er og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“ We re aware that some people are having trouble accessing our apps and products. We re working to get things back to normal as quickly as possible, and we apologize for any inconvenience.— Andy Stone (@andymstone) October 4, 2021 Einnig hefur borið á því að fólk eigi erfitt með að skrá sig inn á ótengdar vefsíður og tölvuleiki með Facebook-aðgangi sínum. Fulltrúar Facebook hafa ekki gefið út hvað orsaki vandamálin en vísbendingar eru um að fyrirtækið eigi í vandræðum með svokallað lénsheitakerfi, eða DNS. Kerfið sér meðal annars um að beina netumferð sem leitar til Facebook í réttan farveg þegar notendur reyna að tengjast samfélagsmiðlunum. Tækni Samfélagsmiðlar Facebook Netöryggi Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á tilkynningarsíðunni DownDetector má sjá að fjöldi tilkynninga um vandamál með Facebook fór upp úr öllu valdi eftir klukkan 15 í dag. Snúa flestar þeirra að vandræðum með að opna Facebook.com í tölvu og síður að notkun á snjallsímum. Á sama tímabili má sjá mikla fjölgun ábendinga um þjónusturof hjá Whatsapp og Messenger. Í yfirlýsingu frá Andy Stone, samskiptastjóra Facebook, segir að samfélagsmiðlarisinn sé meðvitaður um sumir notendur eigi nú í vandræðum með að nota þjónusturnar. „Við erum að vinna í því að koma hlutunum í samt horf eins fljótt og mögulegt er og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“ We re aware that some people are having trouble accessing our apps and products. We re working to get things back to normal as quickly as possible, and we apologize for any inconvenience.— Andy Stone (@andymstone) October 4, 2021 Einnig hefur borið á því að fólk eigi erfitt með að skrá sig inn á ótengdar vefsíður og tölvuleiki með Facebook-aðgangi sínum. Fulltrúar Facebook hafa ekki gefið út hvað orsaki vandamálin en vísbendingar eru um að fyrirtækið eigi í vandræðum með svokallað lénsheitakerfi, eða DNS. Kerfið sér meðal annars um að beina netumferð sem leitar til Facebook í réttan farveg þegar notendur reyna að tengjast samfélagsmiðlunum.
Tækni Samfélagsmiðlar Facebook Netöryggi Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira