Segir UEFA veita Íslandi og öðrum á EM allt of lítið verðlaunafé Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2021 16:01 Ada Hegerberg er á leið aftur inn á fótboltavöllinn eftir langa bið. Getty/Jean Catuffe Ada Hegerberg, fyrsta konan til að hljóta Gullknöttinn, árið 2018, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna UEFA fyrir upphæð verðlaunafjár á Evrópumóti kvenna í fótbolta næsta sumar. Ísland er á meðal þeirra 16 þátttökuþjóða sem keppa á EM í Englandi í júlí á næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti fyrir skömmu að 16 milljónum evra yrði deilt á milli þjóðanna, eftir árangri þeirra á mótinu. Þetta er tvöföldun á verðlaunafénu sem útdeilt var á EM 2017. Þar fengust til að mynda 300.000 evrur fyrir að spila í riðlakeppninni, eins og Ísland gerði. Til samanburðar fékk hvert lið sem lék á EM karla í sumar að lágmarki 9,25 milljónir evra í sinn hlut. Heildarverðlaunafé á mótinu var 371 milljón evra, sem er 23 sinnum meira en á EM kvenna næsta sumar. „Þetta er ekki nógu mikill peningur. Þetta er ekki nálægt því að vera það fjármagn sem til þarf,“ sagði Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, um verðlaunaféð á EM kvenna. Hegerberg tók svo í sama streng í dag: „Emma Hayes hefur hárrétt fyrir sér. Ég er leikmaður og mitt starf felst bara í því að standa mig. En það er mikilvægt varðandi þetta að við skiljum að við erum ekki í þeirri stöðu að við eigum að vera þakklátar fyrir allt sem við fáum,“ sagði Hegerberg. „Ég veit að ef að maður stendur sig ekki þá uppsker maður ekki, en það þýðir ekki að maður eigi að vera þakklátur. Sumt er bara algjört lágmark,“ sagði Hegerberg. Snýr aftur eftir 20 mánaða fjarveru Hin 26 ára gamla Hegerberg hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari með Lyon. Þessi magnaða markadrottning hefur hins vegar verið frá keppni í mjög langan tíma eða um 20 mánuði, en gæti snúið aftur í leiknum gegn Häcken í Meistaradeild Evrópu á morgun. „Ég skal vera hreinskilin. Þetta er búið að vera erfitt og hefur tekið mjög á andlega. En ég horfi á þetta jákvæðum augum. Ég hef þroskast mjög mikið, bæði sem kona og fótboltamaður, og þetta gefur mér styrk fyrir komandi ár því þetta mótar mig,“ sagði Hegerberg. Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Ísland er á meðal þeirra 16 þátttökuþjóða sem keppa á EM í Englandi í júlí á næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti fyrir skömmu að 16 milljónum evra yrði deilt á milli þjóðanna, eftir árangri þeirra á mótinu. Þetta er tvöföldun á verðlaunafénu sem útdeilt var á EM 2017. Þar fengust til að mynda 300.000 evrur fyrir að spila í riðlakeppninni, eins og Ísland gerði. Til samanburðar fékk hvert lið sem lék á EM karla í sumar að lágmarki 9,25 milljónir evra í sinn hlut. Heildarverðlaunafé á mótinu var 371 milljón evra, sem er 23 sinnum meira en á EM kvenna næsta sumar. „Þetta er ekki nógu mikill peningur. Þetta er ekki nálægt því að vera það fjármagn sem til þarf,“ sagði Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, um verðlaunaféð á EM kvenna. Hegerberg tók svo í sama streng í dag: „Emma Hayes hefur hárrétt fyrir sér. Ég er leikmaður og mitt starf felst bara í því að standa mig. En það er mikilvægt varðandi þetta að við skiljum að við erum ekki í þeirri stöðu að við eigum að vera þakklátar fyrir allt sem við fáum,“ sagði Hegerberg. „Ég veit að ef að maður stendur sig ekki þá uppsker maður ekki, en það þýðir ekki að maður eigi að vera þakklátur. Sumt er bara algjört lágmark,“ sagði Hegerberg. Snýr aftur eftir 20 mánaða fjarveru Hin 26 ára gamla Hegerberg hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari með Lyon. Þessi magnaða markadrottning hefur hins vegar verið frá keppni í mjög langan tíma eða um 20 mánuði, en gæti snúið aftur í leiknum gegn Häcken í Meistaradeild Evrópu á morgun. „Ég skal vera hreinskilin. Þetta er búið að vera erfitt og hefur tekið mjög á andlega. En ég horfi á þetta jákvæðum augum. Ég hef þroskast mjög mikið, bæði sem kona og fótboltamaður, og þetta gefur mér styrk fyrir komandi ár því þetta mótar mig,“ sagði Hegerberg.
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira