Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 14:57 Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, er meðal þeirra sem er nefndur í Pandóruskjölunum, en hann stendur nú í miðri kosningarbaráttu. Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. Að því er kemur fram í frétt á vef alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, hafa stjórnvöld í Pakistan, Mexíkó, Brasilíu, Sri Lanka, Ástralíu, Panama, Tékklandi og á Spáni lofað því að hefja rannsókn á fjármálaumsvifum hátt settra aðila þar í landi. Pandóruskjölin, stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, afhjúpuðu leynileg auðæfi margs valdamesta fólks heims. Í gögnunum má finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Meðal þeirra sem koma fram í skjölunum er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, og Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands. The #PandoraPapers is the most expansive leak of tax haven files in history and reveals the secret offshore holdings of more than 300 politicians and public officials from more than 90 countries and territories.Here's a look at the Power Players https://t.co/i58Toe7OEi pic.twitter.com/45wsF9gwDK— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Yfirvöld í Tékklandi greindu frá því fyrr í dag að þau kæmu til með að rannsaka forsætisráðherrann, sem stendur nú í miðri kosningabaráttu og leyndi því að hann ætti ríflega 2,8 milljarða króna sveitasetur. Þá muni yfirvöld rannsaka alla aðra tékkneska ríkisborgara sem fram koma í skjölunum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, greindi frá því í gær að yfirvöld myndu rannsaka alla þá sem fram komu í skjölunum. Meðal þeirra sem komu fram í skjölunum voru aðilar úr innsta hring Khan, þar á meðal fjármálaráðherra hans. Í Panama verður komið á eftirliti með þjónustuaðilum sem koma fram í skjölunum, til að mynda lögfræðifyrirtækið Alcogal. Þá munu allir skattgreiðendur í Panama þurfa að sæta endurskoðun ef þeirra er getið í skjölunum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Brasilíu, Alessandri Milin, tilkynnti í gær að hann myndi koma til með að óska eftir að lögregla muni rannsaka aflandsstarfsemi fjármálaráðherrans Paulo Guedes, og seðlabankastjórans Roberto Campos Neto. Í Srí Lanka sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að nefnd sem rannsakar ásakanir um mútur eða spillingu þurfi að kanna þá aðila sem fram koma í skjölunum. Nirupama Rajapaksa, fyrrverandi ráðherra, er einn af fjölmörgum stjórnmálamönnum í landinu sem koma fram í skjölunum. Spænsk skattyfirvöld hafa tilkynnt að þau muni rannsaka mögulega glæpi einstaklinga sem koma fram í skjölunum. Slíkt hið sama verður gert í Mexíkó. Áströlsk yfirvöld munu einnig rannsaka hvort upp komi tengsl við Ástrali í skjölunum. Nokkrir hátt settir einstaklingar sem finna má í skjölunum hafa svarað fyrir sig og má þar til að mynda nefna fjármálaráðherra Hollands, Wopke Hoeksta, fjármálaráðherra Pakistan, Shaukat Tarin, og fyrrum forseta Panama, Ricardo Martinelli. There's also been reactions, and some commitments made, by officials in Jordan, Australia, Sri Lanka, Mexico, Spain, Brazil and Panama.More on the swift fallout to emerge following the first day of #PandoraPapers revelations here: https://t.co/jYBTX0kJb5— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Tékkland Pakistan Panama Brasilía Srí Lanka Pandóruskjölin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt á vef alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, hafa stjórnvöld í Pakistan, Mexíkó, Brasilíu, Sri Lanka, Ástralíu, Panama, Tékklandi og á Spáni lofað því að hefja rannsókn á fjármálaumsvifum hátt settra aðila þar í landi. Pandóruskjölin, stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, afhjúpuðu leynileg auðæfi margs valdamesta fólks heims. Í gögnunum má finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Meðal þeirra sem koma fram í skjölunum er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, og Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands. The #PandoraPapers is the most expansive leak of tax haven files in history and reveals the secret offshore holdings of more than 300 politicians and public officials from more than 90 countries and territories.Here's a look at the Power Players https://t.co/i58Toe7OEi pic.twitter.com/45wsF9gwDK— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Yfirvöld í Tékklandi greindu frá því fyrr í dag að þau kæmu til með að rannsaka forsætisráðherrann, sem stendur nú í miðri kosningabaráttu og leyndi því að hann ætti ríflega 2,8 milljarða króna sveitasetur. Þá muni yfirvöld rannsaka alla aðra tékkneska ríkisborgara sem fram koma í skjölunum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, greindi frá því í gær að yfirvöld myndu rannsaka alla þá sem fram komu í skjölunum. Meðal þeirra sem komu fram í skjölunum voru aðilar úr innsta hring Khan, þar á meðal fjármálaráðherra hans. Í Panama verður komið á eftirliti með þjónustuaðilum sem koma fram í skjölunum, til að mynda lögfræðifyrirtækið Alcogal. Þá munu allir skattgreiðendur í Panama þurfa að sæta endurskoðun ef þeirra er getið í skjölunum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Brasilíu, Alessandri Milin, tilkynnti í gær að hann myndi koma til með að óska eftir að lögregla muni rannsaka aflandsstarfsemi fjármálaráðherrans Paulo Guedes, og seðlabankastjórans Roberto Campos Neto. Í Srí Lanka sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að nefnd sem rannsakar ásakanir um mútur eða spillingu þurfi að kanna þá aðila sem fram koma í skjölunum. Nirupama Rajapaksa, fyrrverandi ráðherra, er einn af fjölmörgum stjórnmálamönnum í landinu sem koma fram í skjölunum. Spænsk skattyfirvöld hafa tilkynnt að þau muni rannsaka mögulega glæpi einstaklinga sem koma fram í skjölunum. Slíkt hið sama verður gert í Mexíkó. Áströlsk yfirvöld munu einnig rannsaka hvort upp komi tengsl við Ástrali í skjölunum. Nokkrir hátt settir einstaklingar sem finna má í skjölunum hafa svarað fyrir sig og má þar til að mynda nefna fjármálaráðherra Hollands, Wopke Hoeksta, fjármálaráðherra Pakistan, Shaukat Tarin, og fyrrum forseta Panama, Ricardo Martinelli. There's also been reactions, and some commitments made, by officials in Jordan, Australia, Sri Lanka, Mexico, Spain, Brazil and Panama.More on the swift fallout to emerge following the first day of #PandoraPapers revelations here: https://t.co/jYBTX0kJb5— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021
Tékkland Pakistan Panama Brasilía Srí Lanka Pandóruskjölin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira