Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 14:57 Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, er meðal þeirra sem er nefndur í Pandóruskjölunum, en hann stendur nú í miðri kosningarbaráttu. Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. Að því er kemur fram í frétt á vef alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, hafa stjórnvöld í Pakistan, Mexíkó, Brasilíu, Sri Lanka, Ástralíu, Panama, Tékklandi og á Spáni lofað því að hefja rannsókn á fjármálaumsvifum hátt settra aðila þar í landi. Pandóruskjölin, stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, afhjúpuðu leynileg auðæfi margs valdamesta fólks heims. Í gögnunum má finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Meðal þeirra sem koma fram í skjölunum er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, og Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands. The #PandoraPapers is the most expansive leak of tax haven files in history and reveals the secret offshore holdings of more than 300 politicians and public officials from more than 90 countries and territories.Here's a look at the Power Players https://t.co/i58Toe7OEi pic.twitter.com/45wsF9gwDK— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Yfirvöld í Tékklandi greindu frá því fyrr í dag að þau kæmu til með að rannsaka forsætisráðherrann, sem stendur nú í miðri kosningabaráttu og leyndi því að hann ætti ríflega 2,8 milljarða króna sveitasetur. Þá muni yfirvöld rannsaka alla aðra tékkneska ríkisborgara sem fram koma í skjölunum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, greindi frá því í gær að yfirvöld myndu rannsaka alla þá sem fram komu í skjölunum. Meðal þeirra sem komu fram í skjölunum voru aðilar úr innsta hring Khan, þar á meðal fjármálaráðherra hans. Í Panama verður komið á eftirliti með þjónustuaðilum sem koma fram í skjölunum, til að mynda lögfræðifyrirtækið Alcogal. Þá munu allir skattgreiðendur í Panama þurfa að sæta endurskoðun ef þeirra er getið í skjölunum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Brasilíu, Alessandri Milin, tilkynnti í gær að hann myndi koma til með að óska eftir að lögregla muni rannsaka aflandsstarfsemi fjármálaráðherrans Paulo Guedes, og seðlabankastjórans Roberto Campos Neto. Í Srí Lanka sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að nefnd sem rannsakar ásakanir um mútur eða spillingu þurfi að kanna þá aðila sem fram koma í skjölunum. Nirupama Rajapaksa, fyrrverandi ráðherra, er einn af fjölmörgum stjórnmálamönnum í landinu sem koma fram í skjölunum. Spænsk skattyfirvöld hafa tilkynnt að þau muni rannsaka mögulega glæpi einstaklinga sem koma fram í skjölunum. Slíkt hið sama verður gert í Mexíkó. Áströlsk yfirvöld munu einnig rannsaka hvort upp komi tengsl við Ástrali í skjölunum. Nokkrir hátt settir einstaklingar sem finna má í skjölunum hafa svarað fyrir sig og má þar til að mynda nefna fjármálaráðherra Hollands, Wopke Hoeksta, fjármálaráðherra Pakistan, Shaukat Tarin, og fyrrum forseta Panama, Ricardo Martinelli. There's also been reactions, and some commitments made, by officials in Jordan, Australia, Sri Lanka, Mexico, Spain, Brazil and Panama.More on the swift fallout to emerge following the first day of #PandoraPapers revelations here: https://t.co/jYBTX0kJb5— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Tékkland Pakistan Panama Brasilía Srí Lanka Pandóruskjölin Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt á vef alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, hafa stjórnvöld í Pakistan, Mexíkó, Brasilíu, Sri Lanka, Ástralíu, Panama, Tékklandi og á Spáni lofað því að hefja rannsókn á fjármálaumsvifum hátt settra aðila þar í landi. Pandóruskjölin, stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, afhjúpuðu leynileg auðæfi margs valdamesta fólks heims. Í gögnunum má finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Meðal þeirra sem koma fram í skjölunum er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, og Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands. The #PandoraPapers is the most expansive leak of tax haven files in history and reveals the secret offshore holdings of more than 300 politicians and public officials from more than 90 countries and territories.Here's a look at the Power Players https://t.co/i58Toe7OEi pic.twitter.com/45wsF9gwDK— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021 Yfirvöld í Tékklandi greindu frá því fyrr í dag að þau kæmu til með að rannsaka forsætisráðherrann, sem stendur nú í miðri kosningabaráttu og leyndi því að hann ætti ríflega 2,8 milljarða króna sveitasetur. Þá muni yfirvöld rannsaka alla aðra tékkneska ríkisborgara sem fram koma í skjölunum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, greindi frá því í gær að yfirvöld myndu rannsaka alla þá sem fram komu í skjölunum. Meðal þeirra sem komu fram í skjölunum voru aðilar úr innsta hring Khan, þar á meðal fjármálaráðherra hans. Í Panama verður komið á eftirliti með þjónustuaðilum sem koma fram í skjölunum, til að mynda lögfræðifyrirtækið Alcogal. Þá munu allir skattgreiðendur í Panama þurfa að sæta endurskoðun ef þeirra er getið í skjölunum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Brasilíu, Alessandri Milin, tilkynnti í gær að hann myndi koma til með að óska eftir að lögregla muni rannsaka aflandsstarfsemi fjármálaráðherrans Paulo Guedes, og seðlabankastjórans Roberto Campos Neto. Í Srí Lanka sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að nefnd sem rannsakar ásakanir um mútur eða spillingu þurfi að kanna þá aðila sem fram koma í skjölunum. Nirupama Rajapaksa, fyrrverandi ráðherra, er einn af fjölmörgum stjórnmálamönnum í landinu sem koma fram í skjölunum. Spænsk skattyfirvöld hafa tilkynnt að þau muni rannsaka mögulega glæpi einstaklinga sem koma fram í skjölunum. Slíkt hið sama verður gert í Mexíkó. Áströlsk yfirvöld munu einnig rannsaka hvort upp komi tengsl við Ástrali í skjölunum. Nokkrir hátt settir einstaklingar sem finna má í skjölunum hafa svarað fyrir sig og má þar til að mynda nefna fjármálaráðherra Hollands, Wopke Hoeksta, fjármálaráðherra Pakistan, Shaukat Tarin, og fyrrum forseta Panama, Ricardo Martinelli. There's also been reactions, and some commitments made, by officials in Jordan, Australia, Sri Lanka, Mexico, Spain, Brazil and Panama.More on the swift fallout to emerge following the first day of #PandoraPapers revelations here: https://t.co/jYBTX0kJb5— ICIJ (@ICIJorg) October 4, 2021
Tékkland Pakistan Panama Brasilía Srí Lanka Pandóruskjölin Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira