Ungmenni geta haft mikil áhrif Matthías Freyr Matthíasson skrifar 4. október 2021 14:00 Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna? Nú þegar samfélagið hefur opnast að nýju eftir Covid-19 faraldurinn köllum við hjá Barnaheillum eftir ungu fólki til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. Ungheill eru ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þar eru ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára og geta allir sem eru á þessum aldri gefið kost á sér í stjórn ráðsins. Hlutverk Ungheilla er meðal annars að vera til ráðgjafar í starfsemi Barnaheilla. Með þátttöku í ungmennaráðinu gefst ungmennum tækifæri til þess að hafa bein áhrif á málefni sem skipta þau máli. Er það gert með margvíslegum hætti líkt og með greinaskrifum, umsögnum um lagafrumvörp, samstarf við önnur ungmennaráð og félagasamtök og með því að setja þrýsting á stjórnvöld. Þeir sem taka þátt hafa ótal tækifæri til þess að kynnast nýjum málefnum, nýju fólki og jafnvel taka þátt í erlendu samstarfi. Fulltrúi Ungheilla situr stjórnarfundi Barnaheilla. Stjórn Ungheilla starfar eftir gildum og markmiðum Barnaheilla og er Barnasáttmálinn leiðarljós í öllum verkefnum og allri ákvörðunartöku samtakanna. Raddir og skoðanir ungmenna skipta gríðarlega miklu máli og það er mikill auður fyrir Barnaheill að hafa starfandi virkt og öflugt ungmennaráð, en það sem skiptir ekki minna máli eru áhrifin sem ungmennaráð getur haft á samfélagið í heildina með þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. Þann 7. október næstkomandi fer fram aðalfundur Ungheilla á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 19:00. Við hjá Barnaheillum hvetjum ungmenni til þess að mæta og hafa áhrif sem og þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn ungmennaráðsins. Nánari upplýsingar um Ungheill og Barnaheill má finna á heimasíðu samtakanna http://www.barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mannréttindi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna? Nú þegar samfélagið hefur opnast að nýju eftir Covid-19 faraldurinn köllum við hjá Barnaheillum eftir ungu fólki til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. Ungheill eru ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þar eru ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára og geta allir sem eru á þessum aldri gefið kost á sér í stjórn ráðsins. Hlutverk Ungheilla er meðal annars að vera til ráðgjafar í starfsemi Barnaheilla. Með þátttöku í ungmennaráðinu gefst ungmennum tækifæri til þess að hafa bein áhrif á málefni sem skipta þau máli. Er það gert með margvíslegum hætti líkt og með greinaskrifum, umsögnum um lagafrumvörp, samstarf við önnur ungmennaráð og félagasamtök og með því að setja þrýsting á stjórnvöld. Þeir sem taka þátt hafa ótal tækifæri til þess að kynnast nýjum málefnum, nýju fólki og jafnvel taka þátt í erlendu samstarfi. Fulltrúi Ungheilla situr stjórnarfundi Barnaheilla. Stjórn Ungheilla starfar eftir gildum og markmiðum Barnaheilla og er Barnasáttmálinn leiðarljós í öllum verkefnum og allri ákvörðunartöku samtakanna. Raddir og skoðanir ungmenna skipta gríðarlega miklu máli og það er mikill auður fyrir Barnaheill að hafa starfandi virkt og öflugt ungmennaráð, en það sem skiptir ekki minna máli eru áhrifin sem ungmennaráð getur haft á samfélagið í heildina með þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. Þann 7. október næstkomandi fer fram aðalfundur Ungheilla á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 19:00. Við hjá Barnaheillum hvetjum ungmenni til þess að mæta og hafa áhrif sem og þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn ungmennaráðsins. Nánari upplýsingar um Ungheill og Barnaheill má finna á heimasíðu samtakanna http://www.barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar