Úrslit Þjóðadeildarinnar ráðast í þessari viku en undanúrslitin fara fram á miðvikudaginn og fimmtudaginn. Úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn.
Who wins it next?
— UEFA Nations League (@EURO2020) October 1, 2021
Wed 6 Oct:
Thu 7 Oct:
Sun 10 Oct: Final
Get your tickets now for the 2021 #NationsLeague finals!
Þetta er í annað skiptið sem Þjóðadeildarbikarinn fer á loft en Portúgal vann þann fyrsta árið 2019. Þá fór úrslitakeppnin fram í Portúgal en að þessu sinni verður hún spiluð á Ítalíu.
Ítalir eru bæði Evrópumeistarar og á heimavelli alveg eins og Portúgal fyrir tveimur árum. Hinar þrjár þjóðirnar í úrslitunum eru Spánn, Belgía og Frakkland. Engin af þeim var í fyrstu úrslitakeppninni en þær eru allar meðal átta efstu þjóða á heimslista FIFA.
Who ya got? #NationsLeague
— UEFA Nations League (@EURO2020) October 4, 2021
Belgar eru efstir á heimslistanum og mæta heimsmeisturum Frakka. Ítalir fá Spánverja.
Ítalía, Spánn og Frakkland eiga öll möguleika á því að fyrsta þjóðin til að vinna HM, EM og Þjóðadeildina en Belgar eru enn að bíða eftir sínum fyrsta stóra titli.
Leikirnir fara fram á San Siro leikvanginum í Mílanó og á Juventus leikvanginum í Torinó. Ítalir spila sinn sundanúrslitaleik á San Siro og þar verður einnig úrslitaleikurinn.
Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 en dagskrá úrslita Þjóðardeildarinnar er hér fyrir neðan.
- Úrslitavikan í Þjóðadeild Evrópu 2020/2021
-
- Miðvikudagurinn 6. október klukkan 18.45
- Undanúrslitaleikur Ítalíu og Spánar
- -
- Fimmtudagurinn 7. október klukkan 18.45
- Undanúrslitaleikur Belgíu og Frakklands
- -
- Sunnudagurinn 10. október klukkan 13.00
- Leikur um þriðja sætið
- -
- Sunnudagurinn 10. október klukkan 18.45
- Úrslitaleikurinn