Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 08:14 Svæðið við Keili er undir stöðugri vöktun. Vísir/Vilhem Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. Myndband sem Einar Sverrison tók við Bláfellsgjá í gær hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem sjá má gufu stíga upp úr jörðinni í grennd við Keili. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna gæti verið um að ræða vísbendingu um að kvika væri komin nógu hátt til að hita grunnvatnið, ekki væri ólíklegt að kvika væri kominn mjög nálægt yfirborði. Aðspurð um myndbandið og það sem á því sést bendir Sigþrúður Ármanssdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, hins vegar á að umrætt svæði sé þekkt jarðhitasvæði, og að þar hafi gufa áður sést stíga upp úr jörðinni. Skjálftarnir enn á sama dýpi Sigþrúður bendir á að skjálftarnir séu enn að mælast fimm til sjö kílómetra dýpi, og að þeir séu enn sem komið er ekki að færast nær yfirborði jarðar. „Skjálftarnir sem við höfum verið að fylgja með eru ennþá á þessu sama dýpi,“ segir hún. Svæðið í grennd við Keili er undir stöðugri vöktun vegna jarðskjálftahrinu sem virðist staðsett í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist við eldsumbrotin í Geldingadölum. Þar hafa mælst yfir tvö þúsund skjálftar á undanförnum dögum. Áfram fylgst náið með stöðunni Alls hafa mælst fjögur hundruð skjálftar frá miðnætti, þar af einn sem var þrír að stærð, klukkan fimm í morgun. Heldur færri skjálftar mældust í gær en í fyrradag og engar sjáanlegar breytingar eru á svæðinu. „Þetta lullar bara áfram í sínum taki,“ segir Sigþrúður. Í gær greindi Veðurstofan frá því að nýjustu mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýni engin skýr merki um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á slóðum skjálftahrinunnar. Það útiloki hinsvegar ekki að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi sem ekki sæist í mæligögnum og því sé nauðsynlegt að fylgjast enn frekar með þróun virkninnar við Keili, sem minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Myndband sem Einar Sverrison tók við Bláfellsgjá í gær hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem sjá má gufu stíga upp úr jörðinni í grennd við Keili. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna gæti verið um að ræða vísbendingu um að kvika væri komin nógu hátt til að hita grunnvatnið, ekki væri ólíklegt að kvika væri kominn mjög nálægt yfirborði. Aðspurð um myndbandið og það sem á því sést bendir Sigþrúður Ármanssdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, hins vegar á að umrætt svæði sé þekkt jarðhitasvæði, og að þar hafi gufa áður sést stíga upp úr jörðinni. Skjálftarnir enn á sama dýpi Sigþrúður bendir á að skjálftarnir séu enn að mælast fimm til sjö kílómetra dýpi, og að þeir séu enn sem komið er ekki að færast nær yfirborði jarðar. „Skjálftarnir sem við höfum verið að fylgja með eru ennþá á þessu sama dýpi,“ segir hún. Svæðið í grennd við Keili er undir stöðugri vöktun vegna jarðskjálftahrinu sem virðist staðsett í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist við eldsumbrotin í Geldingadölum. Þar hafa mælst yfir tvö þúsund skjálftar á undanförnum dögum. Áfram fylgst náið með stöðunni Alls hafa mælst fjögur hundruð skjálftar frá miðnætti, þar af einn sem var þrír að stærð, klukkan fimm í morgun. Heldur færri skjálftar mældust í gær en í fyrradag og engar sjáanlegar breytingar eru á svæðinu. „Þetta lullar bara áfram í sínum taki,“ segir Sigþrúður. Í gær greindi Veðurstofan frá því að nýjustu mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýni engin skýr merki um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á slóðum skjálftahrinunnar. Það útiloki hinsvegar ekki að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi sem ekki sæist í mæligögnum og því sé nauðsynlegt að fylgjast enn frekar með þróun virkninnar við Keili, sem minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36
Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31