Play er enginn leikur fyrir launafólk Drífa Snædal skrifar 1. október 2021 12:31 Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Síðan er ég reynslunni ríkari og hef ítrekað hitt fólk sem hefur ekki rödd og eina vonin er að stéttarfélögin leggi lið og ljái rödd og styrk, sem þau gera daglega. Það tekur hins vegar steininn úr þegar heilt flugfélag er byggt á grunni kjara undir lágmarkslaunum og býður ódýr fargjöld á grunni þess að hafa „ódýrara starfsfólk“. Þessi saga Play hefur verið rakin áður og miðstjórn ASÍ og formannafundur ályktað og hvatt til sniðgöngu á félaginu þar til það gerir réttmætan kjarasamning. Hið svokallaða stéttarfélag sem samið var við er ekki raunverulegt stéttarfélag, fólkið sem vinna átti eftir samningunum tók ekki þátt í gerð þeirra og félagið, ÍFF, er ekki sjálfstætt frá atvinnurekandanum. Tilraunir hafa verið gerðar til að ná alvöru kjarasamningum við Play og þeim gefinn kostur á að ganga til samninga við félag sem raunverulega er skilgreint sem félag flugfreyja, hefur reynslu af kjarasamningum og hefur sýnt það að það standi við bakið á sínum félagsmönnum þegar í harðbakkann slær. Play hefur því miður ekki gripið slíkt tækifæri. Nú ber svo við að síðustu vikur og mánuði hef ég ítrekað fengið óskir um liðsinni frá starfsfólki Play og ábendingar um slæman aðbúnað þeirra. Mér hafa einnig borist nafnlaus bréf frá fólki sem óttast afleiðingar af því að koma fram undir nafni. Starfsfólkið er í erfiðri stöðu, það vill vinna við flug oghefur metnað fyrir því að nýtt flugfélag geti starfað á íslenskum markaði. En það vill líka sanngjörn kjör og að stéttarfélagið starfi að hagsmunum starfsfólksins, ekki atvinnurekendanna. Framganga Play er þeim til skammar og á meðan ekki er tekið á henni grefur það undan öllum vinnumarkaðnum og er ógn við réttindi launafólks almennt. Þessu máli er fjarri lokið og verkalýðshreyfingin heldur áfram baráttunni gegn aðferðum Play og fyrir réttindum launafólks. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Síðan er ég reynslunni ríkari og hef ítrekað hitt fólk sem hefur ekki rödd og eina vonin er að stéttarfélögin leggi lið og ljái rödd og styrk, sem þau gera daglega. Það tekur hins vegar steininn úr þegar heilt flugfélag er byggt á grunni kjara undir lágmarkslaunum og býður ódýr fargjöld á grunni þess að hafa „ódýrara starfsfólk“. Þessi saga Play hefur verið rakin áður og miðstjórn ASÍ og formannafundur ályktað og hvatt til sniðgöngu á félaginu þar til það gerir réttmætan kjarasamning. Hið svokallaða stéttarfélag sem samið var við er ekki raunverulegt stéttarfélag, fólkið sem vinna átti eftir samningunum tók ekki þátt í gerð þeirra og félagið, ÍFF, er ekki sjálfstætt frá atvinnurekandanum. Tilraunir hafa verið gerðar til að ná alvöru kjarasamningum við Play og þeim gefinn kostur á að ganga til samninga við félag sem raunverulega er skilgreint sem félag flugfreyja, hefur reynslu af kjarasamningum og hefur sýnt það að það standi við bakið á sínum félagsmönnum þegar í harðbakkann slær. Play hefur því miður ekki gripið slíkt tækifæri. Nú ber svo við að síðustu vikur og mánuði hef ég ítrekað fengið óskir um liðsinni frá starfsfólki Play og ábendingar um slæman aðbúnað þeirra. Mér hafa einnig borist nafnlaus bréf frá fólki sem óttast afleiðingar af því að koma fram undir nafni. Starfsfólkið er í erfiðri stöðu, það vill vinna við flug oghefur metnað fyrir því að nýtt flugfélag geti starfað á íslenskum markaði. En það vill líka sanngjörn kjör og að stéttarfélagið starfi að hagsmunum starfsfólksins, ekki atvinnurekendanna. Framganga Play er þeim til skammar og á meðan ekki er tekið á henni grefur það undan öllum vinnumarkaðnum og er ógn við réttindi launafólks almennt. Þessu máli er fjarri lokið og verkalýðshreyfingin heldur áfram baráttunni gegn aðferðum Play og fyrir réttindum launafólks. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar