Virknin liggur of djúpt til að mæla kvikuhreyfingar Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 19:50 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, fór yfir stöðuna á Reykjanesi með Kolbeini Tuma Daðasyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftar sem hafa fundist á Reykjanesi undanfarið orsakist af kvikuhreyfingum neðanjarðar. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á annað þúsund skjálfta fundust á Reykjanesi í dag. Sá stærsti, að stærðinni 3,7, reið yfir í nótt, en einn sem var upp á 3,5, mældist um kl. 14 í dag. „Þessi virkni er enn á meira en 5 km dýpi og ef þetta er kvika, liggur hún of djúpt til að við getum séð það með aflögunarmælingum. En við ætlum að fylgjast mjög vel með næstu dagana og sjá hvernig þetta fer,“ sagði Kristín. Aðspurð hvort þessir skjálftar geti verið undanfari stærri skjálfta sagði hún að þessi hrina væri ólíkt staðbundnari þeirri sem var fyrir gosið í Geldingadölum. Virknin væri nú alveg nyrst í ganginum sem myndaðist í febrúar og mars. Klippa: Keilir nötrar „Það er auðvitað ekki óhugsandi að þarna geti orðið skjálftar og þarna geta skjálftar orðið allt að 6,5. Ég held að á meðan þessi virkni er í gangi megum við búast við því að finna svona einn og einn annað slagið, en við skulum vona að þeir verði ekki svona stórir, þó að auðvitað sé ekki sé hægt að útiloka það.“ Ef gosop myndi myndast á þessu svæði er viðbúið að íbúar í nágrenninu, í Vogum á Vatnsleysuströnd og norður af Hvassahrauni yrðu verulega vör við það, en Kristín segir stöðuna ekki komna á það stig að það þurfi að hafa áhyggjur af því. Íbúar hefðu reynslu af skjálftunum og ættu að muna hvernig ástandið var í aðdraganda gossins. „En ef það fer að flæða eitthvað hraun þarna, þá mun það taka langan tíma og verður að vera ansi kröftugt gos til þess að það renni út að Reykjanesbraut. En við erum ekkert komin þangað ennþá.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30. september 2021 14:29 Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Á annað þúsund skjálfta fundust á Reykjanesi í dag. Sá stærsti, að stærðinni 3,7, reið yfir í nótt, en einn sem var upp á 3,5, mældist um kl. 14 í dag. „Þessi virkni er enn á meira en 5 km dýpi og ef þetta er kvika, liggur hún of djúpt til að við getum séð það með aflögunarmælingum. En við ætlum að fylgjast mjög vel með næstu dagana og sjá hvernig þetta fer,“ sagði Kristín. Aðspurð hvort þessir skjálftar geti verið undanfari stærri skjálfta sagði hún að þessi hrina væri ólíkt staðbundnari þeirri sem var fyrir gosið í Geldingadölum. Virknin væri nú alveg nyrst í ganginum sem myndaðist í febrúar og mars. Klippa: Keilir nötrar „Það er auðvitað ekki óhugsandi að þarna geti orðið skjálftar og þarna geta skjálftar orðið allt að 6,5. Ég held að á meðan þessi virkni er í gangi megum við búast við því að finna svona einn og einn annað slagið, en við skulum vona að þeir verði ekki svona stórir, þó að auðvitað sé ekki sé hægt að útiloka það.“ Ef gosop myndi myndast á þessu svæði er viðbúið að íbúar í nágrenninu, í Vogum á Vatnsleysuströnd og norður af Hvassahrauni yrðu verulega vör við það, en Kristín segir stöðuna ekki komna á það stig að það þurfi að hafa áhyggjur af því. Íbúar hefðu reynslu af skjálftunum og ættu að muna hvernig ástandið var í aðdraganda gossins. „En ef það fer að flæða eitthvað hraun þarna, þá mun það taka langan tíma og verður að vera ansi kröftugt gos til þess að það renni út að Reykjanesbraut. En við erum ekkert komin þangað ennþá.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30. september 2021 14:29 Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30. september 2021 14:29
Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17