Í dag var dregið í sex viðureignir í 32-liða úrslitum VÍS bikars karla og átta viðureignir í sextán liða úrslitum og tvær viðureignir í 32-liða úrslitum VÍS bikars kvenna og átta viðureignir í sextán liða úrslitunum. Átján lið skráðu sig til leiks í bikarkeppni kvenna sem er met.
Önnur viðureignin í 32-liða úrslitum kvenna er sannkallaður stórleikur, milli Íslandsmeistara Vals og Keflavíkur.
Nýkrýndir bikarmeistarar Njarðvíkur í karlaflokki og Hauka í kvennaflokki fengu nokkuð viðráðanlega leiki. Í sextán liða úrslitum karla mætir Njarðvík Álftanesi og í sextán liða úrslitum kvenna mæta Haukar Grindavík sem er í nýliði í Domino's deildinni.
KR og Snæfell eigast við í 32-liða úrslitum karla og sigurvegarinn í þeirri viðureign mætir Keflavík í sextán liða úrslitunum. Þá mætir silfurlið síðasta tímabils, Stjarnan, sigurvegaranum úr viðureign Tindastóls og Skallagríms.
Aþena, sem er nýtt lið í kvennaflokki, mætir ÍR í sínum fyrsta bikarleik frá upphafi.
Leikirnir í 32-liða úrslitum VÍS bikarsins fara fram 16.-18. október og leikirnir í sextán liða úrslitunum 30. október-1. nóvember.
Drátturinn í 32- og 16-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna
32-liða úrslit karla
- Skallagrímur - Tindastóll
- Hamar - Vestri
- Snæfell - KR
- Selfoss - ÍA
- Sindri - ÍR
- Fjölnir - Þór Ak.
- Ármann - Valur
16-liða úrslit karla
- Hamar/Vestri - Haukar
- Álftanes - Njarðvík
- Keflavík - Snæfell/KR
- Skallagrímur/Tindastóll - Stjarnan
- Grindavík - Höttur
- Selfoss/ÍA - Þór Þ.
- Breiðablik - Ármann/Valur
- Fjölnir/Þór Ak. - Sindri/ÍR
32-liða úrslit kvenna
- Valur - Keflavík
- Vestri - Njarðvík
16-liða úrslit kvenna
- ÍR - Aþena
- Stjarnan - Ármann
- Skallagrímur - Vestri/Njarðvík
- Haukar - Grindavík
- Valur/Keflavík - Fjölnir
- Snæfell - KR
- Breiðablik - Tindastóll
- Hamar - Þór Ak.