Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en upplýsingarnar eru úr nýrri ársskýrslu embættis landlæknis um sýklalyfjanotkun. Fram kemur að heildarsala slíkra lyfja á hverjum degi hafi verið um 24 lyfjaskammtar á hverja þúsund íbúa árið 2017. Sú sala hafi hins vegar verið komin niður í 17 skammta á hverja þúsund íbúa árið 2020.
Neysla sýklalyfja hafi mest minnkað á milli ára 2019 og 2020. Ástæða minnkandi notkunar sýklalyfja árið 2020 megi rekja til ýmissa ástæða en sú líklegasta séu viðamiklar samfélagslegar og einstaklingsbundnar sóttvarnaraðgerðir sökum kórónuveirufaraldursins.
Aðgerðirnar hafi leitt til fækkunar sýkinga almennt, sérstaklega öndunarfærasýkinga sem hafi eflaust leitt til minni notkunar sýklalyfja. Þá hafi á undanförnum árum verið viðhafður áróður um ábyrgari notkun sýklalyfja.
„Markvisst er unnið að því að sporna við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og einn mikilvægasti þátturinn í þeirri vinnu er að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja, bæði hjá mönnum og dýrum,“ segir í tilkynningu embættis landlæknis um skýrsluna.