Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2021 11:56 Mynd tekin af svæðinu í morgun. Í forgrunni er eldgosasvæðið við Fagradalsfjall en Keilir sést lengra frá fyrir miðri mynd. Skjálftavirknin er á milli þessara svæða. Vísir/RAX Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira