Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 11:41 Ættingjar fórnarlamba sprengingunnar segja stjórnmálamenn hindra framgang réttvísinnar. Rannsókn á sprengingunni hefur verið stöðvað í annað sinn eftir að kvörtun frá fyrrverandi ráðherra barst vegna rannsakenda. Getty/Marwan Naamani Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. Bitar var gert að stöðva rannsókn sína á mánudag þegar fyrrverandi ráðherra, sem átti að mæta til skýrslutöku, kvartaði undan dómaranum og sagði hann ekki hlutlausan í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Enn hefur enginn verið gerður ábyrgur fyrir sprengingunni, sem varð í ágúst í fyrra, þar sem 219 féllu og meira en sjö þúsund særðust. Eldur kviknaði á höfninni í Beirút sem varð þess valdur að 2.570 tonn af ammóníum nítrati, sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í borginni, sprakk í loft upp. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Þetta er annað skiptið sem rannsókn á sprengingunni er stöðvuð eftir kvörtun hátt setts stjórnmálamanns, sem boðaður hefur verið til skýrslutöku. Forveri Bitars í rannsókninni var látinn hætta fyrr á þessu ári eftir að hann var sakaður um vanrækslu af Hassan Diab, sem var forsætisráðherra Líbanon þegar sprengingin varð, Ali Hassan Khalil, þáverandi fjármálaráðherra, Youssef Finyanus og Ghazi Zaiter, fyrrverandi atvinnumálaráðherrum. Mennirnir fjórir þvertóku allir fyrir að hafa gert nokkuð rangt og neituðu að mæta til skýrslutöku. Þá sökuðu þeir rannsakandann um að misnota vald sitt. Bitar hefur nú verið sakaður um slíkt hið sama af öðrum stjórnmálamanni sem ekki vildi mæta til skýrslutöku, honum Nohad Machnouk fyrrverandi innanríkisráðherra, og mun Bitar þurfa að hætta rannsókn sinni þar til dómstólar taka ákvörðun um annað. Ættingjar fórnarlamba segja að valdamiklir stjórnmálamenn komi nú í veg fyrir framgang réttvísinnar og beiti valdi sínu til að grafa undan Bitar. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Bitar var gert að stöðva rannsókn sína á mánudag þegar fyrrverandi ráðherra, sem átti að mæta til skýrslutöku, kvartaði undan dómaranum og sagði hann ekki hlutlausan í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Enn hefur enginn verið gerður ábyrgur fyrir sprengingunni, sem varð í ágúst í fyrra, þar sem 219 féllu og meira en sjö þúsund særðust. Eldur kviknaði á höfninni í Beirút sem varð þess valdur að 2.570 tonn af ammóníum nítrati, sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í borginni, sprakk í loft upp. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Þetta er annað skiptið sem rannsókn á sprengingunni er stöðvuð eftir kvörtun hátt setts stjórnmálamanns, sem boðaður hefur verið til skýrslutöku. Forveri Bitars í rannsókninni var látinn hætta fyrr á þessu ári eftir að hann var sakaður um vanrækslu af Hassan Diab, sem var forsætisráðherra Líbanon þegar sprengingin varð, Ali Hassan Khalil, þáverandi fjármálaráðherra, Youssef Finyanus og Ghazi Zaiter, fyrrverandi atvinnumálaráðherrum. Mennirnir fjórir þvertóku allir fyrir að hafa gert nokkuð rangt og neituðu að mæta til skýrslutöku. Þá sökuðu þeir rannsakandann um að misnota vald sitt. Bitar hefur nú verið sakaður um slíkt hið sama af öðrum stjórnmálamanni sem ekki vildi mæta til skýrslutöku, honum Nohad Machnouk fyrrverandi innanríkisráðherra, og mun Bitar þurfa að hætta rannsókn sinni þar til dómstólar taka ákvörðun um annað. Ættingjar fórnarlamba segja að valdamiklir stjórnmálamenn komi nú í veg fyrir framgang réttvísinnar og beiti valdi sínu til að grafa undan Bitar.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46
Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00