Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 23:16 Ronaldo hafði margar ástæður til að fagna í leikslok en hann skoraði sigumark Man Utd þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktima. Laurence Griffiths/Getty Images Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Sjá meira
Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Sjá meira