Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 18:31 Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Vísir/Egill Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira