Einnig fjöllum við áfram um stöðuna í Norðvesturkjördæmi og óveðrið sem gekk yfir landið í gær.
Að auki verður rætt við jarðvísindamann en aukin skjálftavirkni við Keili veldur sérfræðingum hugarangri og heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem segist ekki ánægður með að sjá hvernig lítið var hugað að sóttvörnum í kosningaveislum helgarinnar.