„Ég sá það á Facebook og Instagram, mjög margir að setja út myndir af dætrum sínum og þakka fyrir þær og segja falleg orð. Mér fannst ég smá útundan og fékk smá samviskubit, hvort ég væri nokkuð að gleyma mínum tveimur dætrum.“
Hún ákvað að kynna sér málið og komst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar væru aðeins að ruglast.
„Þetta er einmitt máttur samfélagsmiðla, lætur mann fá smá samviskubit.“
Alþjóðlegur dætradagur, eða international daughters day, er til en hann var svo sannarlega ekki í gær.
„Þessu fyrirbæri er á hverju einasta ári fagnað í heiminum á síðasta sunnudegi septembermánaðar,“ útskýrir Ósk.
Alþjóðlegi dætradagurinn var því síðasta sunnudag en ekki í gær.
„Við Íslendingar erum ekki alveg með þetta á hreinu.“