Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Eiður Þór Árnason skrifar 28. september 2021 18:24 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar ræddi við fréttamenn að fundi loknum. Vísir/Sigurjón Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. Þetta kom fram í bókun landskjörstjórnar sem Kristín Edwald formaður las upp að loknum fundi sem stóð í tæpar tvær klukkustundir. Landskjörstjórn hefur fengið greinargerðir yfirkjörstjórna um framkvæmd talningar og afrit fundargerða í öllum kjördæmum en óskað var eftir gögnunum eftir að mistök komu í ljós við talningu í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur verið greint frá því að notaðir kjörseðlar hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, líkt og lög kveða á um. Kristín sagði að loknum fundi að í samræmi við 46. grein stjórnarskrárinnar væri það hlutverk alþingis að úrskurða um gildi alþingiskosninga og kjörgengi alþingismanna. Upplýsingaöflun væri nú lokið og landskjörstjórn myndi gera grein fyrir vinnu sinni á úthlutunarfundi þann 5. október. Kristín vildi að öðru leyti lítið tjá sig um niðurstöðu landskjörstjórnar. Það væri nú alþingis að taka afstöðu til málsins og úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Landskjörstjórn óskaði eftir staðfestingu frá yfirkjörstjórn um að meðferð og varðveisla kjörgagna hafi verið með með fullnægjandi hætti og sú staðfesting hefur ekki borist.“ Hafði mikil áhrif á jöfnunarsæti Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Kom breytingin af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi og fækkaði konum á nýju þingi. Landskjörstjórn óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá öllum yfirkjörstjórnum um framkvæmd flokkunar og talningu atkvæða, meðferð kjörgagna allt frá því að þau bárust yfirkjörstjórn og þar til talningu var lokið og hvernig boðun og upplýsingagjöf til umboðsmanna var háttað. Þá var kallað eftir afriti af öllum fundagerðum yfirkjörstjórna frá og með kjördegi. Óskað var eftir ítarlegri upplýsingum frá Norðvesturkjördæmi þar sem einnig var beðið um skýringar á því að niðurstöður hafi breyst í endurtalningu. Búið að kæra framkvæmd kosninganna í kjördæminu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að atkvæði hafi ekki verið innsigluð eftir að talningu lauk og fram að endurtalningu. Skýrt er kveðið á um það í kosningalögum að innsigla eigi alla notaða kjörseðla þegar kjörstjórn lýkur talningu. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, kært framkvæmd kosninganna til lögreglu. Karl Gauti var á leið aftur á þing sem jöfnunarþingmaður í Suðvesturkjördæmi en missti sætið eftir endurtalninguna. Endurtalning fór fram í Suðurkjördæmi í gærkvöldi eftir að fimm framboð kölluðu eftir því vegna lítils atkvæðamunar. Sama niðurstaða fékkst úr tveimur endurtalningum og eru úrslitin í Suðurkjördæmi því óbreytt. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Þetta kom fram í bókun landskjörstjórnar sem Kristín Edwald formaður las upp að loknum fundi sem stóð í tæpar tvær klukkustundir. Landskjörstjórn hefur fengið greinargerðir yfirkjörstjórna um framkvæmd talningar og afrit fundargerða í öllum kjördæmum en óskað var eftir gögnunum eftir að mistök komu í ljós við talningu í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur verið greint frá því að notaðir kjörseðlar hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, líkt og lög kveða á um. Kristín sagði að loknum fundi að í samræmi við 46. grein stjórnarskrárinnar væri það hlutverk alþingis að úrskurða um gildi alþingiskosninga og kjörgengi alþingismanna. Upplýsingaöflun væri nú lokið og landskjörstjórn myndi gera grein fyrir vinnu sinni á úthlutunarfundi þann 5. október. Kristín vildi að öðru leyti lítið tjá sig um niðurstöðu landskjörstjórnar. Það væri nú alþingis að taka afstöðu til málsins og úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Landskjörstjórn óskaði eftir staðfestingu frá yfirkjörstjórn um að meðferð og varðveisla kjörgagna hafi verið með með fullnægjandi hætti og sú staðfesting hefur ekki borist.“ Hafði mikil áhrif á jöfnunarsæti Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Kom breytingin af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi og fækkaði konum á nýju þingi. Landskjörstjórn óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá öllum yfirkjörstjórnum um framkvæmd flokkunar og talningu atkvæða, meðferð kjörgagna allt frá því að þau bárust yfirkjörstjórn og þar til talningu var lokið og hvernig boðun og upplýsingagjöf til umboðsmanna var háttað. Þá var kallað eftir afriti af öllum fundagerðum yfirkjörstjórna frá og með kjördegi. Óskað var eftir ítarlegri upplýsingum frá Norðvesturkjördæmi þar sem einnig var beðið um skýringar á því að niðurstöður hafi breyst í endurtalningu. Búið að kæra framkvæmd kosninganna í kjördæminu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að atkvæði hafi ekki verið innsigluð eftir að talningu lauk og fram að endurtalningu. Skýrt er kveðið á um það í kosningalögum að innsigla eigi alla notaða kjörseðla þegar kjörstjórn lýkur talningu. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, kært framkvæmd kosninganna til lögreglu. Karl Gauti var á leið aftur á þing sem jöfnunarþingmaður í Suðvesturkjördæmi en missti sætið eftir endurtalninguna. Endurtalning fór fram í Suðurkjördæmi í gærkvöldi eftir að fimm framboð kölluðu eftir því vegna lítils atkvæðamunar. Sama niðurstaða fékkst úr tveimur endurtalningum og eru úrslitin í Suðurkjördæmi því óbreytt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11
Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25
„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08