Leikskólapláss fyrir 340 börn í fjórum nýjum leikskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 16:09 Svona á Ævintýraborgin við Eggertsgötu og útisvæðið að líta út. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á fót nýja leikskóla við Eggertsgötu, Nauthólsveg, Barónsstíg og í Vogabyggð. Leikskólarnir verða svokallaðar Ævintýraborgir í færanlegu húsnæði. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Ævintýraborgirnar svokölluðu hæfi vel nútíma leikskólastarfi og kröfum um góðan aðbúnað barna og starfsfólks. Borgarráð hefur áður samþykkt að setja á fót færanleg húsnæði á fyrrnefndum fjórum stöðum í borginni fyrir Ævintýraborgir og kemur samþykkt skóla- og frístundaráðs í framhaldi af þeim ákvörðunum borgarráðs. Þessir fjórir leikskólar munu geta tekið á móti um 340 börnum og er stefnt að því að þeir opni á tímabilinu nóvember 2021 til mars 2022. Markmiðið að börnin komist inn eftir tólf mánaða orlof Opnun nýrra leikskóla er liður í aðgerðaráætluninni Brúum bilið sem hefur að markmiði að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík svo bjóða megi börnum leikskólapláss þegar 12 mánaða fæðingarorlofi sleppir. Aðgerðaáætlunin var samþykkt í borgarstjórn fyrir tæpum tveimur árum og felur í sér byggingu nýrra leikskóla, viðbyggingar við starfandi leikskóla og viðbótardeildir í færanlegu húsnæði. Þá er fjölgað rýmum í sjálfstætt reknum leikskólum. Fleiri leikskólapláss en áætlað í upphafi Alls var gert ráð fyrir því í aðgerðaráætluninni „Brúum bilið“ að leikskólarýmum yrði fjölgað um 700-750 fyrir lok árs 2023. Í tilkynningu frá borginni segir að nú liggi fyrir að leikskólarýmum muni fjölga mun meira, meðal annars til að mæta fólksfjölgun í borginni og vaxandi þörf ungbarnafjölskyldna fyrir leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Áætlaður opnunartími nýrra ævintýraborga Stefnt er að opnun í nóvember 2021 í ævintýraborg við Eggertsgötu með rými fyrir a.m.k. 80 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í desember 2021 í ævintýraborg við Nauthólsveg með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í febrúar 2022 í ævintýraborg á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg 34 með rými fyrir um 60 börn á aldrinum 12 mánaða til 3 ára. Stefnt er að opnun í mars 2022 í ævintýraborgar við Vogabyggð 5 með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Opnað hefur verið fyrir umsóknir foreldra fyrir börn sín inn í alla þessa nýju leikskóla. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Ævintýraborgirnar svokölluðu hæfi vel nútíma leikskólastarfi og kröfum um góðan aðbúnað barna og starfsfólks. Borgarráð hefur áður samþykkt að setja á fót færanleg húsnæði á fyrrnefndum fjórum stöðum í borginni fyrir Ævintýraborgir og kemur samþykkt skóla- og frístundaráðs í framhaldi af þeim ákvörðunum borgarráðs. Þessir fjórir leikskólar munu geta tekið á móti um 340 börnum og er stefnt að því að þeir opni á tímabilinu nóvember 2021 til mars 2022. Markmiðið að börnin komist inn eftir tólf mánaða orlof Opnun nýrra leikskóla er liður í aðgerðaráætluninni Brúum bilið sem hefur að markmiði að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík svo bjóða megi börnum leikskólapláss þegar 12 mánaða fæðingarorlofi sleppir. Aðgerðaáætlunin var samþykkt í borgarstjórn fyrir tæpum tveimur árum og felur í sér byggingu nýrra leikskóla, viðbyggingar við starfandi leikskóla og viðbótardeildir í færanlegu húsnæði. Þá er fjölgað rýmum í sjálfstætt reknum leikskólum. Fleiri leikskólapláss en áætlað í upphafi Alls var gert ráð fyrir því í aðgerðaráætluninni „Brúum bilið“ að leikskólarýmum yrði fjölgað um 700-750 fyrir lok árs 2023. Í tilkynningu frá borginni segir að nú liggi fyrir að leikskólarýmum muni fjölga mun meira, meðal annars til að mæta fólksfjölgun í borginni og vaxandi þörf ungbarnafjölskyldna fyrir leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Áætlaður opnunartími nýrra ævintýraborga Stefnt er að opnun í nóvember 2021 í ævintýraborg við Eggertsgötu með rými fyrir a.m.k. 80 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í desember 2021 í ævintýraborg við Nauthólsveg með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í febrúar 2022 í ævintýraborg á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg 34 með rými fyrir um 60 börn á aldrinum 12 mánaða til 3 ára. Stefnt er að opnun í mars 2022 í ævintýraborgar við Vogabyggð 5 með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Opnað hefur verið fyrir umsóknir foreldra fyrir börn sín inn í alla þessa nýju leikskóla.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Sjá meira