„Ég hélt það myndi aldrei neinn ganga inn á mitt prívat svið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. september 2021 10:30 Kristrún Frostadóttir er viðmælandi Begga Ólafs í 28.þætti af hlaðvarpinu 24/7. 24/7 Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, er gestur í 28. þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum ræðir Kristrún meðal annars það atvik sem hún telur hafa mótað hana hvað mest. „Ég hélt þegar ég var lítil að að skipti ekki máli af hvaða kyni ég væri. Ég ólst upp á þannig heimili. Pabbi minn var miklu meira heima en mamma mín. Mamma er læknir og vann bara miklu meira,“ segir Kristrún um æsku sína. Faðir hennar fléttaði hana og fór á matreiðslunámskeið til þess að geta sinnt heimilinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt það eftir á að hann hafi aldrei fundið sig neitt sérstaklega í því hlutverki, þá gerði hann það sem þurfti að gera. „Ég upplifði það aldrei sem barn eða unglingur að það myndi halda aftur að mér að ég væri kona,“ segir hún og viðurkennir að á unglingsárunum hafi hún hugsað: „Höfum við það ekki bara svo gott sem konur? Þarf maður virkilega að vera femínisti í dag?“ „Hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast og lemja viðkomandi“ Þessi hugsun situr alltaf í henni vegna þess að hún man svo vel það augnablik sem hún áttaði sig á því að hún hafði rangt fyrir sér. „Ég var 23 ára og er byrjuð í minni fyrstu vinnu. Þá lendi ég í því að það er gengið á mig persónulega og líkamlega í einu vinnupartýi. Ég man hvað ég var miður mín yfir því að hafa verið brugðið. Ég hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast, lemja viðkomandi og fríka út, að ég væri svo ótrúlega ákveðin týpa.“ „Ég man að ég bara stirðnaði af því að mér bara krossbrá. Ég hélt aldrei að það myndi neinn ganga inn á mitt prívat svið. Þessi upplifun hefur alltaf setið í mér.“ Kristrún segir karlkynsvinnufélaga sem urðu vitni af atvikinu hafa hlegið og gert grín að þessu. Atvikið hafði gríðarleg áhrif á Kristrúnu sem segist á þessu augnabliki hafa áttað sig á því að hlutirnir væru ekki í lagi. „Ég lenti líka í áreitni þar sem var svolítið verið að orða mína velgengni í vinnu við kynferði og ég man eftir því hvað mér fannst ég svo mikill aumingi. Ég tók þetta svo mikið inn á mig. Þá rann það upp fyrir mér hvað andlegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi getur haft ofboðslega mikil áhrif til lengri tíma.“ Kristrún segir þá umræðu sem hefur skapast á undanförnum árum vera mikilvæga, ekki síst fyrir virkni ungra kvenna í samfélaginu. „Að þær hafi sjálfstraust til þess að sækja fram. Ef þú lendir í ákveðnum hlutum, hvað þá ef þú ert ekki með mikið sjálfstraust fyrir, þá getur það bara orðið til þess að þú heldur þig til hlés framan af.“ Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. 24/7 með Begga Ólafs Samfylkingin Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
„Ég hélt þegar ég var lítil að að skipti ekki máli af hvaða kyni ég væri. Ég ólst upp á þannig heimili. Pabbi minn var miklu meira heima en mamma mín. Mamma er læknir og vann bara miklu meira,“ segir Kristrún um æsku sína. Faðir hennar fléttaði hana og fór á matreiðslunámskeið til þess að geta sinnt heimilinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt það eftir á að hann hafi aldrei fundið sig neitt sérstaklega í því hlutverki, þá gerði hann það sem þurfti að gera. „Ég upplifði það aldrei sem barn eða unglingur að það myndi halda aftur að mér að ég væri kona,“ segir hún og viðurkennir að á unglingsárunum hafi hún hugsað: „Höfum við það ekki bara svo gott sem konur? Þarf maður virkilega að vera femínisti í dag?“ „Hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast og lemja viðkomandi“ Þessi hugsun situr alltaf í henni vegna þess að hún man svo vel það augnablik sem hún áttaði sig á því að hún hafði rangt fyrir sér. „Ég var 23 ára og er byrjuð í minni fyrstu vinnu. Þá lendi ég í því að það er gengið á mig persónulega og líkamlega í einu vinnupartýi. Ég man hvað ég var miður mín yfir því að hafa verið brugðið. Ég hélt að ef ég myndi einhvern tíman lenda í þessu myndi ég bara trompast, lemja viðkomandi og fríka út, að ég væri svo ótrúlega ákveðin týpa.“ „Ég man að ég bara stirðnaði af því að mér bara krossbrá. Ég hélt aldrei að það myndi neinn ganga inn á mitt prívat svið. Þessi upplifun hefur alltaf setið í mér.“ Kristrún segir karlkynsvinnufélaga sem urðu vitni af atvikinu hafa hlegið og gert grín að þessu. Atvikið hafði gríðarleg áhrif á Kristrúnu sem segist á þessu augnabliki hafa áttað sig á því að hlutirnir væru ekki í lagi. „Ég lenti líka í áreitni þar sem var svolítið verið að orða mína velgengni í vinnu við kynferði og ég man eftir því hvað mér fannst ég svo mikill aumingi. Ég tók þetta svo mikið inn á mig. Þá rann það upp fyrir mér hvað andlegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi getur haft ofboðslega mikil áhrif til lengri tíma.“ Kristrún segir þá umræðu sem hefur skapast á undanförnum árum vera mikilvæga, ekki síst fyrir virkni ungra kvenna í samfélaginu. „Að þær hafi sjálfstraust til þess að sækja fram. Ef þú lendir í ákveðnum hlutum, hvað þá ef þú ert ekki með mikið sjálfstraust fyrir, þá getur það bara orðið til þess að þú heldur þig til hlés framan af.“ Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni.
24/7 með Begga Ólafs Samfylkingin Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26. september 2021 09:26
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“