Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 14:25 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir til fundar með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira