Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. september 2021 10:27 Eftir endurtalninguna datt Karl Gauti út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en Bergþór Ólason fór inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi í staðinn. vísir/vilhelm Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. Karl Gauti staðfesti það við fréttastofu í gær að hann væri búinn að senda kæruna inn til lögreglu, sem hann telur besta til þess fallna að upplýsa um þá atburðarás sem fór fram í Norðvesturkjördæmi á sunnudaginn þegar ákveðið var að telja atkvæðin aftur. „Þar virðast atvik hafa verið með þeim hætti að til dæmis hafi atkvæðabunkarnir ekki verið innsiglaðir. Það þarf að upplýsa um það hvernig þetta var nákvæmlega geymt og ef það er minnsti möguleiki á því að einhver hafi getað nálgast þá, bara möguleiki, að þá eru þessir bunkar auðvitað handónýtir,“ segir Karl Gauti. „Og það er alveg sama hvað þú telur þá lengi. Þeir eru ónýtir.“ Hann segir að lögregla verði að upplýsa málið og leiða sannleikann í ljós. „Við getum ekki liðið það að bíða eftir yfirlýsingum frá hinum og þessum sem að þessu máli hafa komið. Lögregla þarf að upplýsa þetta á hlutlausan hátt,“ segir Karl Gauti. Ekki nokkur leið að styðjast við endurtalninguna „Síðan er það annað varðandi kosningar að talningar fara þannig fram að þú lýkur ekki talningu með útgáfu á lokatölum nema þú sért þess fullviss að allir séu sáttir við talninguna. Það þurfa sem sagt allir í kjörstjórninni að vera sáttir við talninguna og umboðsmenn lista líka. Og þegar allir eru orðnir sáttir, búið að telja að þá gefurðu út tölur sem eru lokatölur.“ Hann segir málið varða gríðarlega miklu fyrir lýðræðið í landinu. „Mér sýnist strax á þeim upplýsingum sem ég hef að umbúnaður kjörgagna var með þeim hætti greinilega að það er ekki nokkur leið að styðjast við endurtalninguna sem átti sér stað þarna hálfum sólarhring eftir að þeir gáfu út lokatölur. Mín skoðun er sú að það er að engu hafandi þær tölur sem komu út úr endurtalningunni vegna þess að atkvæðin voru geymd á þann hátt. Og þá verður að styðjast við lokatölurnar sem voru gefnar út þarna um átta um morguninn,“ segir Karl Gauti. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Karl Gauti staðfesti það við fréttastofu í gær að hann væri búinn að senda kæruna inn til lögreglu, sem hann telur besta til þess fallna að upplýsa um þá atburðarás sem fór fram í Norðvesturkjördæmi á sunnudaginn þegar ákveðið var að telja atkvæðin aftur. „Þar virðast atvik hafa verið með þeim hætti að til dæmis hafi atkvæðabunkarnir ekki verið innsiglaðir. Það þarf að upplýsa um það hvernig þetta var nákvæmlega geymt og ef það er minnsti möguleiki á því að einhver hafi getað nálgast þá, bara möguleiki, að þá eru þessir bunkar auðvitað handónýtir,“ segir Karl Gauti. „Og það er alveg sama hvað þú telur þá lengi. Þeir eru ónýtir.“ Hann segir að lögregla verði að upplýsa málið og leiða sannleikann í ljós. „Við getum ekki liðið það að bíða eftir yfirlýsingum frá hinum og þessum sem að þessu máli hafa komið. Lögregla þarf að upplýsa þetta á hlutlausan hátt,“ segir Karl Gauti. Ekki nokkur leið að styðjast við endurtalninguna „Síðan er það annað varðandi kosningar að talningar fara þannig fram að þú lýkur ekki talningu með útgáfu á lokatölum nema þú sért þess fullviss að allir séu sáttir við talninguna. Það þurfa sem sagt allir í kjörstjórninni að vera sáttir við talninguna og umboðsmenn lista líka. Og þegar allir eru orðnir sáttir, búið að telja að þá gefurðu út tölur sem eru lokatölur.“ Hann segir málið varða gríðarlega miklu fyrir lýðræðið í landinu. „Mér sýnist strax á þeim upplýsingum sem ég hef að umbúnaður kjörgagna var með þeim hætti greinilega að það er ekki nokkur leið að styðjast við endurtalninguna sem átti sér stað þarna hálfum sólarhring eftir að þeir gáfu út lokatölur. Mín skoðun er sú að það er að engu hafandi þær tölur sem komu út úr endurtalningunni vegna þess að atkvæðin voru geymd á þann hátt. Og þá verður að styðjast við lokatölurnar sem voru gefnar út þarna um átta um morguninn,“ segir Karl Gauti.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47
Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00