Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi.
Hún segir að nú sé svo komið að um sé að ræða lengsta goshlé frá upphafi goss í mars síðastliðinn.
„Það sést þó mjög vel á vefmyndavélum að hitauppstreymið er mikið. Kvikan er því ekki að ná til yfirborðs en við þurfum bara að bíða og sjá hvað gerist næstu daga. Við höfum séð svona pásur áður,“ segir Elísabet.
Síðast sást hraun koma upp á yfirborðið að kvöldi 18. september. Lengra goshlé til þessa stóð milli 2. og 11. september.