„Ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir af okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 08:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við fréttastofu um fréttir heimspressunar af hlutfalli kvenna á Alþingi að loknum fundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu í gær. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki gott fyrir Ísland að fjöldi erlendra fjölmiðla hafi flutt fréttir af þingmeirihluta kvenna skömmu áður en endurtalning breytti óvænt stöðunni með áberandi hætti. Þegar meintar lokatölur alþingiskosninganna lágu fyrir á sunnudagsmorgun fögnuðu því margir að 33 konur yrðu á nýju þingi á móti þrjátíu körlum. Hefði þetta verið í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem konur yrðu í meirihluta og er sú staða sömuleiðis sjaldséð á heimssviðinu. Hefði það þannig verið í fyrsta sinn í sögu Evrópu. Erlendir miðlar á borði við BBC, Guardian og Reuters, hafa birt leiðréttingarfréttir í kjölfarið. Katrín segist hafa farið í eitt viðtal við erlendan fjölmiðil vegna málsins. „Ég held ég hafi bara lent í einu viðtali vegna þessa, kannski sem betur fer ekki fleirum því þetta er auðvitað alls ekki gott. Það er auðvitað ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir komi af okkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Stjórnarráðshússins í gær. „Það sem máli skiptir er ekki endilega fréttaflutningurinn heldur að málið verði upplýst og komist til botns í því sem fyrst og það eru allir að vinna að því,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu. Hún segir að engu að síður sé hlutur kvenna á nýju Alþingi mjög stór. „Já, hann er mjög góður, þannig að við getum alveg fagnað því þó þær hafi ekki endað í meirihluta, eins og staðan er núna, maður þorir ekki að segja annað,“ segir Katrín. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Sjá meira
Þegar meintar lokatölur alþingiskosninganna lágu fyrir á sunnudagsmorgun fögnuðu því margir að 33 konur yrðu á nýju þingi á móti þrjátíu körlum. Hefði þetta verið í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem konur yrðu í meirihluta og er sú staða sömuleiðis sjaldséð á heimssviðinu. Hefði það þannig verið í fyrsta sinn í sögu Evrópu. Erlendir miðlar á borði við BBC, Guardian og Reuters, hafa birt leiðréttingarfréttir í kjölfarið. Katrín segist hafa farið í eitt viðtal við erlendan fjölmiðil vegna málsins. „Ég held ég hafi bara lent í einu viðtali vegna þessa, kannski sem betur fer ekki fleirum því þetta er auðvitað alls ekki gott. Það er auðvitað ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir komi af okkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Stjórnarráðshússins í gær. „Það sem máli skiptir er ekki endilega fréttaflutningurinn heldur að málið verði upplýst og komist til botns í því sem fyrst og það eru allir að vinna að því,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu. Hún segir að engu að síður sé hlutur kvenna á nýju Alþingi mjög stór. „Já, hann er mjög góður, þannig að við getum alveg fagnað því þó þær hafi ekki endað í meirihluta, eins og staðan er núna, maður þorir ekki að segja annað,“ segir Katrín.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Sjá meira
Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47