Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 08:48 Ford hefur þegar lagt aukna áherslu á rafbíla í verksmiðjum sínum í Texas og Michigan. Nú stendur til að spýta í lófanum með risafjárfestingu í Tennessee og Kentucky. Vísir/EPA Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030. Fjármunirnir verða notaðir til þess að reisa stærstu verksmiðju fyrirtækisins til þessa í Tennessee og tvær rafhlöðuverksmiðjur í Kentucky. Uppbyggingin á að skapa um 11.000 störf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verksmiðjurnar eiga að smíða fólksbíla og pallbíla fyrir bandaríska viðskiptavini. Jim Farley, forseti og forstjóri Ford, segir þetta stærstu fjárfestingu í sögu fyrirtækisins og að henni sé ætla að bæta framtíð Bandaríkjanna. Hlutfallslega fáir rafbílar eru komir í umferð í Bandaríkjunum. Aðeins um 2% rafbíla sem voru seldir í heiminum í fyrra voru seldir í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendurnir sjálfir stefna að því að helmingur seldra bíla verði kolefnishlutlausir fyrir lok þessa áratugar. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnt að reglur um útblástur bifreiða verði hertar frá 2026. Á sama tíma vill Bandaríkjastjórn ráðast í uppbyggingu hleðslustöðva og bjóða almenningi hvata til að kaupa sér vistvænni bifreiðar. Óljóst er þó hvort að Bandaríkjaþing samþykki fjárveitingar til þess verkefnis. Atkvæðagreiðslur um innviðapakka Biden fara fram á þinginu á fimmtudag. Farley segir að Ford styðji frumvarpið. Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármunirnir verða notaðir til þess að reisa stærstu verksmiðju fyrirtækisins til þessa í Tennessee og tvær rafhlöðuverksmiðjur í Kentucky. Uppbyggingin á að skapa um 11.000 störf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verksmiðjurnar eiga að smíða fólksbíla og pallbíla fyrir bandaríska viðskiptavini. Jim Farley, forseti og forstjóri Ford, segir þetta stærstu fjárfestingu í sögu fyrirtækisins og að henni sé ætla að bæta framtíð Bandaríkjanna. Hlutfallslega fáir rafbílar eru komir í umferð í Bandaríkjunum. Aðeins um 2% rafbíla sem voru seldir í heiminum í fyrra voru seldir í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendurnir sjálfir stefna að því að helmingur seldra bíla verði kolefnishlutlausir fyrir lok þessa áratugar. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnt að reglur um útblástur bifreiða verði hertar frá 2026. Á sama tíma vill Bandaríkjastjórn ráðast í uppbyggingu hleðslustöðva og bjóða almenningi hvata til að kaupa sér vistvænni bifreiðar. Óljóst er þó hvort að Bandaríkjaþing samþykki fjárveitingar til þess verkefnis. Atkvæðagreiðslur um innviðapakka Biden fara fram á þinginu á fimmtudag. Farley segir að Ford styðji frumvarpið.
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf