Jordan við Curry: Golfið er erfiðara en körfuboltinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 16:01 Michael Jordan fylgist með Ryder bikarnum í golfi um helgina. AP/Jeff Roberson Afreksmennirnir Michael Jordan og Stephen Curry eiga það ekki aðeins sameiginlegt að vera einstakir leikmenn í NBA körfuboltanum heldur eru þeir líka báðir miklir golfáhugamenn. Jordan og Curry voru báðir staddir á Ryder bikarnum um helgina þar sem bandaríska landsliðið vann stórsigur. Golf Channel var að sjálfsögðu með veglega útsendingu frá keppninni og þau fengu Curry og Jordan til að ræða saman um golf fyrir framan myndavélarnar. Það sem vakti sérstaka athygli var samanburður Michael Jordan á körfuboltanum og golfinu. Jordan er mögulega besti körfuboltamaður sögunnar og vann meðal annars sex NBA titla og tvö Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. „Ég byrjaði í golfi vegna þess að mínu mati er golf erfiðasta íþróttin fyrir keppnismann,“ sagði Michael Jordan við Curry sem tók undir það. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel) „Ég gat alltaf brugðist við varnarmanni á móti mér eða leikmanni sem ég var að dekka. Í golfi er eins og þú sért að spila fyrir framan spegil og þú ert alltaf að elta þessa fullkomnun, í hverju einasta höggi og hverju einasta pútti,“ sagði Jordan. „Fyrir mikinn keppnismann eins og mig þá heldur golfið mér heilum á geðsmunum. Þegar ég hætti í körfuboltanum á sínum tíma þá var golfið nóg til að sinna keppnisþörfinni minni. Í dag get ég reyndar orðið alveg vitlaus líka á golfinu og þá fer ég að veiða á milli þar sem ég þarf að sýna þolinmæði sem svo nýtust mér í golfinu,“ sagði Jordan. Jordan var kominn á fullt í golfinu þegar hann var að spila körfubolta. Þekkt er hversu mikið golf hann spilaði þegar hann var með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. NBA Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan og Curry voru báðir staddir á Ryder bikarnum um helgina þar sem bandaríska landsliðið vann stórsigur. Golf Channel var að sjálfsögðu með veglega útsendingu frá keppninni og þau fengu Curry og Jordan til að ræða saman um golf fyrir framan myndavélarnar. Það sem vakti sérstaka athygli var samanburður Michael Jordan á körfuboltanum og golfinu. Jordan er mögulega besti körfuboltamaður sögunnar og vann meðal annars sex NBA titla og tvö Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. „Ég byrjaði í golfi vegna þess að mínu mati er golf erfiðasta íþróttin fyrir keppnismann,“ sagði Michael Jordan við Curry sem tók undir það. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel) „Ég gat alltaf brugðist við varnarmanni á móti mér eða leikmanni sem ég var að dekka. Í golfi er eins og þú sért að spila fyrir framan spegil og þú ert alltaf að elta þessa fullkomnun, í hverju einasta höggi og hverju einasta pútti,“ sagði Jordan. „Fyrir mikinn keppnismann eins og mig þá heldur golfið mér heilum á geðsmunum. Þegar ég hætti í körfuboltanum á sínum tíma þá var golfið nóg til að sinna keppnisþörfinni minni. Í dag get ég reyndar orðið alveg vitlaus líka á golfinu og þá fer ég að veiða á milli þar sem ég þarf að sýna þolinmæði sem svo nýtust mér í golfinu,“ sagði Jordan. Jordan var kominn á fullt í golfinu þegar hann var að spila körfubolta. Þekkt er hversu mikið golf hann spilaði þegar hann var með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.
NBA Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira