Vafi um réttmæti niðurstaðna geti grafið undan lýðræðinu Eiður Þór Árnason skrifar 27. september 2021 23:35 Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Vísir Endurtalning á atkvæðum í Suðurkjördæmi stendur enn yfir í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en talningin hófst á sjöunda tímanum í dag. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur ólíklegt að niðurstaða þar hafi sömu áhrif og endurtalning í Norðvesturkjördæmi sem breytti miklu um röðun jöfnunarþingmanna. Þó sé ekki útilokað að mistök komi einnig í ljós í Suðurkjördæmi og í versta falli þurfi að kjósa aftur í kjördæmunum með tilheyrandi töf á niðurstöðum. Fimm framboð vildu endurtalningu Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, á von á því að sama niðurstaða komi út úr endurtalningunni og þeirri fyrstu. „Að okkar mati var þetta ljóst og við skiluðum okkar niðurstöðum en síðan kom í ljós að það munaði mjög fáum atkvæðum á milli manna,“ sagði Þórir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fimm framboð óskuðu eftir endurtalningu í kjördæminu og taldi yfirkjörstjórn ástæðu til að verða við þeirri beiðni. Er fólkið orðið þreytt hérna? „Neinei, við erum bara kát og glöð. Auðvitað eru þetta orðnir langir dagar en gangverk lýðræðisins verður að hafa sinn gang og traust á kosningum er mikils virði og þess vegna erum við hér í kvöld.“ Grunnatriði að traust ríkji áfram Stefanía segir mikilvægt í sterku lýðræðisríki að traust sé borið til niðurstaðna kosninga og fólk hlýti niðurstöðunum. Breytingar sem þessar geti vissulega haft áhrif á trúverðugleika þeirra. „Þetta er algjört grunnatriði. Það má ekki vera neinn vafi í hugum fólks um réttmæti niðurstaðna því það grefur undan öllu lýðræðiskerfinu okkar. Við höfum verið svo heppin að það hefur ríkt traust hér en í ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Bandaríkjunum, hefur verið vaxandi vantraust í gangi,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísar hún til að mynda til þess að um 70 prósent kjósenda Repúblikana viðurkenni ekki enn þá staðreynd að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í nóvember 2020. Aðspurð um næstu skref sagði Stefanía þau vera að fara yfir gögnin sem óskað hafi verið frá yfirkjörstjórnum. „Mögulega eru skýringarnar viðhlýtandi og málið þannig afgreitt en komi í ljós að það hafi orðið misbrestur á framkvæmd kosninganna þá er illt í efni, ef svo má segja. Í versta falli yrði að kjósa aftur í þessu kjördæmi og þá vitum auðvitað ekki hvernig kosningarnar fóru fyrr en það liggur allt saman fyrir,“ sagði Stefanía. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17 Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir á Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur ólíklegt að niðurstaða þar hafi sömu áhrif og endurtalning í Norðvesturkjördæmi sem breytti miklu um röðun jöfnunarþingmanna. Þó sé ekki útilokað að mistök komi einnig í ljós í Suðurkjördæmi og í versta falli þurfi að kjósa aftur í kjördæmunum með tilheyrandi töf á niðurstöðum. Fimm framboð vildu endurtalningu Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, á von á því að sama niðurstaða komi út úr endurtalningunni og þeirri fyrstu. „Að okkar mati var þetta ljóst og við skiluðum okkar niðurstöðum en síðan kom í ljós að það munaði mjög fáum atkvæðum á milli manna,“ sagði Þórir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fimm framboð óskuðu eftir endurtalningu í kjördæminu og taldi yfirkjörstjórn ástæðu til að verða við þeirri beiðni. Er fólkið orðið þreytt hérna? „Neinei, við erum bara kát og glöð. Auðvitað eru þetta orðnir langir dagar en gangverk lýðræðisins verður að hafa sinn gang og traust á kosningum er mikils virði og þess vegna erum við hér í kvöld.“ Grunnatriði að traust ríkji áfram Stefanía segir mikilvægt í sterku lýðræðisríki að traust sé borið til niðurstaðna kosninga og fólk hlýti niðurstöðunum. Breytingar sem þessar geti vissulega haft áhrif á trúverðugleika þeirra. „Þetta er algjört grunnatriði. Það má ekki vera neinn vafi í hugum fólks um réttmæti niðurstaðna því það grefur undan öllu lýðræðiskerfinu okkar. Við höfum verið svo heppin að það hefur ríkt traust hér en í ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Bandaríkjunum, hefur verið vaxandi vantraust í gangi,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísar hún til að mynda til þess að um 70 prósent kjósenda Repúblikana viðurkenni ekki enn þá staðreynd að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í nóvember 2020. Aðspurð um næstu skref sagði Stefanía þau vera að fara yfir gögnin sem óskað hafi verið frá yfirkjörstjórnum. „Mögulega eru skýringarnar viðhlýtandi og málið þannig afgreitt en komi í ljós að það hafi orðið misbrestur á framkvæmd kosninganna þá er illt í efni, ef svo má segja. Í versta falli yrði að kjósa aftur í þessu kjördæmi og þá vitum auðvitað ekki hvernig kosningarnar fóru fyrr en það liggur allt saman fyrir,“ sagði Stefanía.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17 Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir á Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17
Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent