Skotsvæðinu í Álfsnesi lokað fyrirvaralaust Þorgils Jónsson skrifar 27. september 2021 21:55 Skotfélag Reykjavíkur þurfti að loka skotsvæði sínu í Álfsnesi í dag eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi starfsleyfi svæðisins úr gildi. Skotfélagi Reykjavíkur var í dag gert að stöðva alla starfsemi á skotvelli félagsins í Álfsnesi þegar í stað. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum. Í úrskurðinum kemur fram að íbúar og landeigendur í nágrenninu hafi kært leyfisveitinguna í maí á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá segir jafnframt að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, m.a. vegna hávaðamengunar.“ Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri skotfélagsins, segir í samtali við Vísi að þau hefðu engan veginn átt von á þessum úrskurði, en það hafi þó verið „þvarg“ um þeirra starfsemi í gegnum tíðina. Félagið hefur verið með aðstöðu í Álfsnesi frá árinu 2008. „Nágrannar okkar hafa séð eitthvað neikvætt við þetta í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur, „en það var búið að gefa út starfsleyfi með takmörkunum.“ Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið, en samkvæmt aðalskipulagi er það skilgreint sem hafnar- og iðnaðarsvæði. Rekstur skotsvæðis var ekki talinn samræmast tiltekinni landnotkun og var því úr að úrskurðarnefndin felldi starfsleyfið úr gildi. Reyndu að koma til móts við nágranna Guðmundur segir að félagið hafði reynt að koma til móts við nágrannana m.a. með því að loka svæðinu á föstudögum og sunnudögum og eftir kl. 19 á virkum dögum. „Svo vorum við búin að gera ráðstafanir með því að setja upp manir sem áttu að grípa hljóðið, en mér sýnist úrskurðurinn snúast mikið um hugsanlega blýmengun þarna, sem engar rannsóknir styðja reyndar, og mér finnst vanta allan stuðning í þetta.“ Guðmundur segir að félagið hafi bannað blýhögl á svæðinu fyrir nokkru og það hafi ekki staðið til að breyta því, enda allir farnir að nota stálskot. „Blýmengunin verður ekkert meiri þarna, og svo er ég er líka hræddur um að mengunin hjá okkur sé ekkert meiri en hjá Sorpu hérna hinum megin.“ Hann hafi fengið mikil viðbrögð og síminn stoppi ekki. Borgin hefði, miðað við úrskurðinn, greinilega þurft að leggja meira í heimavinnu við úthlutun á svæðinu. „Félagið er eins og önnur íþróttafélög sem fá ráðstafað svæði undir sína starfsemi þannig að við héldum að það hefði verið tryggt að það mætti nota svæðið undir skotvelli.“ „Allt leysanlegt ef menn ætla sér það“ Nú taki við samtal við borgina um framhaldið, en Guðmundur segir samskiptin þar á milli hafa verið ágæt hingað til. „Við erum að reyna að finna flöt á því að vera hérna áfram með einhverjum framkvæmdum til að minnka hávaða og grípa stálið úr skotunum sem við notum. Riffilsvæðið er ekkert vandamál því að þar stoppa allar kúlur í bakstoppum. En þetta er allt leysanlegt ef menn ætla sér það.“ „Mér dettur í hug að við þyrftum kannski að loka hjá okkur í einhvern tíma en fengjum þá á meðan að skjóta á KR-vellinum eða Hlíðarenda á meðan,“ segir Guðmundur í léttum dúr. „Það er nóg af fótboltavöllum í bænum.“ 8-10 þúsund gestir á ári Skotfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1867 og er elsta skotfélag landsins. Beinir félagsmenn eru um 1.500 í dag, en Guðmundur segir að umsvifin á svæðinu séu mun meiri en það. „Við höfum skotið á að það séu á bilinu 8-10 þúsund manns að nýta sér aðstöðuna árlega. Þarna eru skotvopnanámskeiðin fyrir Umhverfisstofnun, hreindýrapróf og fleira, þannig að það er mikið að gera þarna og við erum með starfsfólk sem verður núna launalaust.“ Þurfa að leita allt upp á Akranes Á meðan leyst verður úr þessu máli verður félagsfólk að leita á önnur mið. Skotsvæði eru í Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ og á Akranesi, auk þess sem haglabyssusvæði er í Hafnarfirði. Það sé þó lítið að sögn Guðmundar og erfitt að komast þar að. „Við þurfum þá að keyra þetta 80-100 kílómetra á æfingar og okkar toppíþróttamenn eru að æfa daglega. Þetta verður svolítið erfitt og ég veit ekki hvernig við munum snúa okkur í þessu.“ Eins og fyrr sagði hefur Skotfélag Reykjavíkur verið með aðstöðu á Álfsnesi frá árinu 2008, en fyrir það var félagið á hrakhólum með aðstöðu í átta ár. Aðspurður hvort hann telji að biðin verði eins löng að þessu sinni vildi Guðmundur ekki trúa því. „Nei, ætli það. Það er vilji til að gera eitthvað í þessu.“ Tengd skjöl Urskurdarnefnd_Skotfelag_RVKPDF943KBSækja skjal Heilbreftirlit_Skotfelag_RVKPDF336KBSækja skjal Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að íbúar og landeigendur í nágrenninu hafi kært leyfisveitinguna í maí á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá segir jafnframt að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, m.a. vegna hávaðamengunar.“ Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri skotfélagsins, segir í samtali við Vísi að þau hefðu engan veginn átt von á þessum úrskurði, en það hafi þó verið „þvarg“ um þeirra starfsemi í gegnum tíðina. Félagið hefur verið með aðstöðu í Álfsnesi frá árinu 2008. „Nágrannar okkar hafa séð eitthvað neikvætt við þetta í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur, „en það var búið að gefa út starfsleyfi með takmörkunum.“ Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið, en samkvæmt aðalskipulagi er það skilgreint sem hafnar- og iðnaðarsvæði. Rekstur skotsvæðis var ekki talinn samræmast tiltekinni landnotkun og var því úr að úrskurðarnefndin felldi starfsleyfið úr gildi. Reyndu að koma til móts við nágranna Guðmundur segir að félagið hafði reynt að koma til móts við nágrannana m.a. með því að loka svæðinu á föstudögum og sunnudögum og eftir kl. 19 á virkum dögum. „Svo vorum við búin að gera ráðstafanir með því að setja upp manir sem áttu að grípa hljóðið, en mér sýnist úrskurðurinn snúast mikið um hugsanlega blýmengun þarna, sem engar rannsóknir styðja reyndar, og mér finnst vanta allan stuðning í þetta.“ Guðmundur segir að félagið hafi bannað blýhögl á svæðinu fyrir nokkru og það hafi ekki staðið til að breyta því, enda allir farnir að nota stálskot. „Blýmengunin verður ekkert meiri þarna, og svo er ég er líka hræddur um að mengunin hjá okkur sé ekkert meiri en hjá Sorpu hérna hinum megin.“ Hann hafi fengið mikil viðbrögð og síminn stoppi ekki. Borgin hefði, miðað við úrskurðinn, greinilega þurft að leggja meira í heimavinnu við úthlutun á svæðinu. „Félagið er eins og önnur íþróttafélög sem fá ráðstafað svæði undir sína starfsemi þannig að við héldum að það hefði verið tryggt að það mætti nota svæðið undir skotvelli.“ „Allt leysanlegt ef menn ætla sér það“ Nú taki við samtal við borgina um framhaldið, en Guðmundur segir samskiptin þar á milli hafa verið ágæt hingað til. „Við erum að reyna að finna flöt á því að vera hérna áfram með einhverjum framkvæmdum til að minnka hávaða og grípa stálið úr skotunum sem við notum. Riffilsvæðið er ekkert vandamál því að þar stoppa allar kúlur í bakstoppum. En þetta er allt leysanlegt ef menn ætla sér það.“ „Mér dettur í hug að við þyrftum kannski að loka hjá okkur í einhvern tíma en fengjum þá á meðan að skjóta á KR-vellinum eða Hlíðarenda á meðan,“ segir Guðmundur í léttum dúr. „Það er nóg af fótboltavöllum í bænum.“ 8-10 þúsund gestir á ári Skotfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1867 og er elsta skotfélag landsins. Beinir félagsmenn eru um 1.500 í dag, en Guðmundur segir að umsvifin á svæðinu séu mun meiri en það. „Við höfum skotið á að það séu á bilinu 8-10 þúsund manns að nýta sér aðstöðuna árlega. Þarna eru skotvopnanámskeiðin fyrir Umhverfisstofnun, hreindýrapróf og fleira, þannig að það er mikið að gera þarna og við erum með starfsfólk sem verður núna launalaust.“ Þurfa að leita allt upp á Akranes Á meðan leyst verður úr þessu máli verður félagsfólk að leita á önnur mið. Skotsvæði eru í Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ og á Akranesi, auk þess sem haglabyssusvæði er í Hafnarfirði. Það sé þó lítið að sögn Guðmundar og erfitt að komast þar að. „Við þurfum þá að keyra þetta 80-100 kílómetra á æfingar og okkar toppíþróttamenn eru að æfa daglega. Þetta verður svolítið erfitt og ég veit ekki hvernig við munum snúa okkur í þessu.“ Eins og fyrr sagði hefur Skotfélag Reykjavíkur verið með aðstöðu á Álfsnesi frá árinu 2008, en fyrir það var félagið á hrakhólum með aðstöðu í átta ár. Aðspurður hvort hann telji að biðin verði eins löng að þessu sinni vildi Guðmundur ekki trúa því. „Nei, ætli það. Það er vilji til að gera eitthvað í þessu.“ Tengd skjöl Urskurdarnefnd_Skotfelag_RVKPDF943KBSækja skjal Heilbreftirlit_Skotfelag_RVKPDF336KBSækja skjal
Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira