Útilokar að einhver hafi komist í kjörgögnin Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. september 2021 18:30 Ingi Tryggvason, yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi útilokar að einhver hefði getað farið inn í salinn þar sem kjörgögnin voru meðan yfirkjörstjórnin brá sér frá. Vísir Eigendur Hótels Borgarness telja afar ósennilegt að nokkur hafi getað átt við óinnsigluð kjörgögn sem skilin voru eftir í læstum veislusal af yfirkjörstjórn. Myndavélar séu við alla útganga salarins. Formaður yfirkjörstjórnar segir öruggt að enginn hafi farið inn í salinn meðan hann og aðrir í kjörstjórninni brugðu sér frá. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hefur í fjörutíu ár eða lengur talið atkvæði í Alþingiskosningum í veislusal Hótels Borgarness að sögn eigenda og hefur allrar varúðar verið gætt við talninguna eins og hólfun salarins og öryggismyndavélar Ákveðið var að endurtelja atkvæði þar í gær sem kom af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að endurtalningin þar hafi verið ákveðin því það var svo mjótt á munum eftir ábendingu frá Landskjörstjórn. Hann segir ástæðuna alls ekki vera þá að kjörgögnin voru skilin eftir óinnsigluð eftir talningu eins og fram hefur komið. „Við fengum ábendingu um það að það munaði litlu í tveimur kjördæmum í sambandi við jöfnunarsæti og ákváðum því að endurtelja atkvæðin,“ segir Ingi. Ávallt sami hátturinn Eins og fram hefur komið hefur framkvæmd kosningana nú verið kærð til lögreglu en samkvæmt 104. grein kosningalaga á að innsigla atkvæði að talningu lokinni. Ingi segir að sami háttur hafi ávallt verið hafður á talningu í Norðvesturkjördæmi. „Atkvæðin eru geymd inn í þeim sal þar sem talningin fer fram. Salurinn er þá læstur og það eru öruggismyndavélar í honum. Þetta er bara hefðbundið og hefur verið gert eins síðan ég tók þetta embætti að mér,“ segir Ingi. Ingi útilokar að einhver hafi getað komið inn í salinn meðan yfirkjörstjórnin brá sér frá. „Við vitum það alveg að það fór enginn inn í salinn þann stutta tíma sem við vikum frá,“ segir hann. Lentu í C-bunka Hann segir að ástæðuna fyrir því að endurtalningin hafi ekki skilað sömu niðurstöðu og áður vera einfalda. „Helsta ástæðan var að það höfðu mislagst atkvæði, þau sem sagt áttu ekki að vera í C- bunkanum en höfðu lent þar,“ segir Ingi. Kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi eru nú geymd á Lögreglustöðinni í Borgarnesi en hefð er fyrir því að geyma þau þar þar til þeim er skilað til Dómsmálaráðuneytis. Vegna kærunnar ber lögreglu nú hins vegar að rannsaka gögnin en þau bíða þess nú í fangageymslu að því er fréttastofa kemst næst. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira
Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hefur í fjörutíu ár eða lengur talið atkvæði í Alþingiskosningum í veislusal Hótels Borgarness að sögn eigenda og hefur allrar varúðar verið gætt við talninguna eins og hólfun salarins og öryggismyndavélar Ákveðið var að endurtelja atkvæði þar í gær sem kom af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að endurtalningin þar hafi verið ákveðin því það var svo mjótt á munum eftir ábendingu frá Landskjörstjórn. Hann segir ástæðuna alls ekki vera þá að kjörgögnin voru skilin eftir óinnsigluð eftir talningu eins og fram hefur komið. „Við fengum ábendingu um það að það munaði litlu í tveimur kjördæmum í sambandi við jöfnunarsæti og ákváðum því að endurtelja atkvæðin,“ segir Ingi. Ávallt sami hátturinn Eins og fram hefur komið hefur framkvæmd kosningana nú verið kærð til lögreglu en samkvæmt 104. grein kosningalaga á að innsigla atkvæði að talningu lokinni. Ingi segir að sami háttur hafi ávallt verið hafður á talningu í Norðvesturkjördæmi. „Atkvæðin eru geymd inn í þeim sal þar sem talningin fer fram. Salurinn er þá læstur og það eru öruggismyndavélar í honum. Þetta er bara hefðbundið og hefur verið gert eins síðan ég tók þetta embætti að mér,“ segir Ingi. Ingi útilokar að einhver hafi getað komið inn í salinn meðan yfirkjörstjórnin brá sér frá. „Við vitum það alveg að það fór enginn inn í salinn þann stutta tíma sem við vikum frá,“ segir hann. Lentu í C-bunka Hann segir að ástæðuna fyrir því að endurtalningin hafi ekki skilað sömu niðurstöðu og áður vera einfalda. „Helsta ástæðan var að það höfðu mislagst atkvæði, þau sem sagt áttu ekki að vera í C- bunkanum en höfðu lent þar,“ segir Ingi. Kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi eru nú geymd á Lögreglustöðinni í Borgarnesi en hefð er fyrir því að geyma þau þar þar til þeim er skilað til Dómsmálaráðuneytis. Vegna kærunnar ber lögreglu nú hins vegar að rannsaka gögnin en þau bíða þess nú í fangageymslu að því er fréttastofa kemst næst.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira
„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14
Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52