Útilokar að einhver hafi komist í kjörgögnin Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. september 2021 18:30 Ingi Tryggvason, yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi útilokar að einhver hefði getað farið inn í salinn þar sem kjörgögnin voru meðan yfirkjörstjórnin brá sér frá. Vísir Eigendur Hótels Borgarness telja afar ósennilegt að nokkur hafi getað átt við óinnsigluð kjörgögn sem skilin voru eftir í læstum veislusal af yfirkjörstjórn. Myndavélar séu við alla útganga salarins. Formaður yfirkjörstjórnar segir öruggt að enginn hafi farið inn í salinn meðan hann og aðrir í kjörstjórninni brugðu sér frá. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hefur í fjörutíu ár eða lengur talið atkvæði í Alþingiskosningum í veislusal Hótels Borgarness að sögn eigenda og hefur allrar varúðar verið gætt við talninguna eins og hólfun salarins og öryggismyndavélar Ákveðið var að endurtelja atkvæði þar í gær sem kom af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að endurtalningin þar hafi verið ákveðin því það var svo mjótt á munum eftir ábendingu frá Landskjörstjórn. Hann segir ástæðuna alls ekki vera þá að kjörgögnin voru skilin eftir óinnsigluð eftir talningu eins og fram hefur komið. „Við fengum ábendingu um það að það munaði litlu í tveimur kjördæmum í sambandi við jöfnunarsæti og ákváðum því að endurtelja atkvæðin,“ segir Ingi. Ávallt sami hátturinn Eins og fram hefur komið hefur framkvæmd kosningana nú verið kærð til lögreglu en samkvæmt 104. grein kosningalaga á að innsigla atkvæði að talningu lokinni. Ingi segir að sami háttur hafi ávallt verið hafður á talningu í Norðvesturkjördæmi. „Atkvæðin eru geymd inn í þeim sal þar sem talningin fer fram. Salurinn er þá læstur og það eru öruggismyndavélar í honum. Þetta er bara hefðbundið og hefur verið gert eins síðan ég tók þetta embætti að mér,“ segir Ingi. Ingi útilokar að einhver hafi getað komið inn í salinn meðan yfirkjörstjórnin brá sér frá. „Við vitum það alveg að það fór enginn inn í salinn þann stutta tíma sem við vikum frá,“ segir hann. Lentu í C-bunka Hann segir að ástæðuna fyrir því að endurtalningin hafi ekki skilað sömu niðurstöðu og áður vera einfalda. „Helsta ástæðan var að það höfðu mislagst atkvæði, þau sem sagt áttu ekki að vera í C- bunkanum en höfðu lent þar,“ segir Ingi. Kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi eru nú geymd á Lögreglustöðinni í Borgarnesi en hefð er fyrir því að geyma þau þar þar til þeim er skilað til Dómsmálaráðuneytis. Vegna kærunnar ber lögreglu nú hins vegar að rannsaka gögnin en þau bíða þess nú í fangageymslu að því er fréttastofa kemst næst. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hefur í fjörutíu ár eða lengur talið atkvæði í Alþingiskosningum í veislusal Hótels Borgarness að sögn eigenda og hefur allrar varúðar verið gætt við talninguna eins og hólfun salarins og öryggismyndavélar Ákveðið var að endurtelja atkvæði þar í gær sem kom af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að endurtalningin þar hafi verið ákveðin því það var svo mjótt á munum eftir ábendingu frá Landskjörstjórn. Hann segir ástæðuna alls ekki vera þá að kjörgögnin voru skilin eftir óinnsigluð eftir talningu eins og fram hefur komið. „Við fengum ábendingu um það að það munaði litlu í tveimur kjördæmum í sambandi við jöfnunarsæti og ákváðum því að endurtelja atkvæðin,“ segir Ingi. Ávallt sami hátturinn Eins og fram hefur komið hefur framkvæmd kosningana nú verið kærð til lögreglu en samkvæmt 104. grein kosningalaga á að innsigla atkvæði að talningu lokinni. Ingi segir að sami háttur hafi ávallt verið hafður á talningu í Norðvesturkjördæmi. „Atkvæðin eru geymd inn í þeim sal þar sem talningin fer fram. Salurinn er þá læstur og það eru öruggismyndavélar í honum. Þetta er bara hefðbundið og hefur verið gert eins síðan ég tók þetta embætti að mér,“ segir Ingi. Ingi útilokar að einhver hafi getað komið inn í salinn meðan yfirkjörstjórnin brá sér frá. „Við vitum það alveg að það fór enginn inn í salinn þann stutta tíma sem við vikum frá,“ segir hann. Lentu í C-bunka Hann segir að ástæðuna fyrir því að endurtalningin hafi ekki skilað sömu niðurstöðu og áður vera einfalda. „Helsta ástæðan var að það höfðu mislagst atkvæði, þau sem sagt áttu ekki að vera í C- bunkanum en höfðu lent þar,“ segir Ingi. Kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi eru nú geymd á Lögreglustöðinni í Borgarnesi en hefð er fyrir því að geyma þau þar þar til þeim er skilað til Dómsmálaráðuneytis. Vegna kærunnar ber lögreglu nú hins vegar að rannsaka gögnin en þau bíða þess nú í fangageymslu að því er fréttastofa kemst næst.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14
Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52