Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2021 15:37 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar ræddi við fréttamenn að fundi loknum. Vísir/Sigurjón Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. Skýrslurnar eiga að berast fyrir klukkan átta í kvöld. Formaður landskjörstjórnar segir stöðuna sem upp sé komin bagalega og að óvissa sé uppi þangað til skýrslurnar berist. Landskjörstjórn fundaði í Alþingishúsinu eftir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna í kjölfar Alþingiskosninganna. Mikið uppnám varð í gær að lokinni óvæntri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem leiddi til algjörrar uppstokkunnar hjá jöfnunarþingmönnum í landinu. Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og fram undan er sömuleiðis endurtalning í Suðurkjördæmi eftir að orðið var við kröfu stjórnmálaflokka þar um. „Þetta er bagalegt mál, þetta er mjög óheppilegt. Trúverðugleiki kosninga er náttúrulega gífurlega mikilvægur,“ sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við fjölmiðla að loknum fundi nú fyrir stundu. Sagði hún að óskað hafi verið eftir skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum en sérstökum skýrslum frá Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Þar minntist hún á að til staðar væru þrír öryggisventlar sem ættu að tryggja öryggi kosninga hér á landi. „Það er í fyrsta lagi að talning fari fram fyrir opnum dyrum, að allir geti komið og fylgst með. Það eru líka umboðsmennirnir, að þeir geti horft á, komið með athuganir, komið með bókanir og svo er það að sjálfsögðu hvernig gengið er frá kjörgögnum,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn hefur meðal annars það hlutverk að úthluta þingsætum. Kjörstjórnin gefur út kjörbréf til þeirra sem kosnir voru á þing. Aðspurð um hvenær landskjörstjórn gæti gefið út kjörbréfin í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin sagði Kristín það vera óvíst. „Við tökum núna eitt skref í einu, það er farið vel yfir allt. Ég get ekki svarað því hér og nú hvenær þau verða útgefin,“ sagði Kristín. Getur það tafist lengi, vikur eða jafn vel mánuði? „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mánuðir en ég get ekki svarað fyrir það akkúrat núna hér hversu það lengi, hvort það muni dragast, og hversu lengi,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn sendi ábendingu um að mjótt væri á munum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi Í viðtalinu fór hún einnig yfir atburði kosninganæturinnar og aðkomu landskjörstjórnar að ákvörðum um endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. „Það var þannig að þegar við sjáum á grundvelli þeirra talna sem yfirkjörstjórnir höfði gefið upp fjölmiðlum þegar verið er að lesa upp tölur, þá sjáum við að það munar afskaplega litlu, annars vegar í Norðvestur og hins vegar í Suður. Þá komum við með ábendingu til yfirkjörstjórna um að þetta sé staðan. Frá fundi landskjörstjórnar.Vísir/Vilhelm Þannig að yfirkjörstjórnir geti þá metið það á þeim grunni hvort að það kalli á einhver viðbrögð, hvað þurfi að upplýsa umboðsmenn um þannig að umboðsmenn séu upplýstir og geti þá tekið sínar ákvarðanir á grundvelli þess. Þá ákveður yfirkjörstjórn í Norðvestur að hefja endurtalningu og yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi tekur þetta fyrir á fundi sínum og ákveður þá að endurtelja ekki en taka þá þessar stikkprufur,“ sagði Kristín. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi ákvað svo á fundi í dag að atkvæði í kjördæminu yrðu talin aftur í kvöld. Óvissa til staðar Aðspurð um hversu langan tíma tæki að fá niðurstöðu í þau mál sem komin væru upp í tengslum við framkvæmd kosninganna sagðist Kristín ekki geta svarað því. „Ég get ekki svarað þessu núna, ég er að bíða eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnunum sem við vorum bara að óska eftir. Það er ekki fyrr en við fáum þessar upplýsingar sem við sjáum í raun og veru er hver staðan er og hvað fór fram og hvað gerðist. Ég er ekki tilbúin að svara því núna.“ Þannig að það er óvissa þangað til? „Já, það er óvissa þangað til“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Skýrslurnar eiga að berast fyrir klukkan átta í kvöld. Formaður landskjörstjórnar segir stöðuna sem upp sé komin bagalega og að óvissa sé uppi þangað til skýrslurnar berist. Landskjörstjórn fundaði í Alþingishúsinu eftir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna í kjölfar Alþingiskosninganna. Mikið uppnám varð í gær að lokinni óvæntri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem leiddi til algjörrar uppstokkunnar hjá jöfnunarþingmönnum í landinu. Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og fram undan er sömuleiðis endurtalning í Suðurkjördæmi eftir að orðið var við kröfu stjórnmálaflokka þar um. „Þetta er bagalegt mál, þetta er mjög óheppilegt. Trúverðugleiki kosninga er náttúrulega gífurlega mikilvægur,“ sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við fjölmiðla að loknum fundi nú fyrir stundu. Sagði hún að óskað hafi verið eftir skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum en sérstökum skýrslum frá Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Þar minntist hún á að til staðar væru þrír öryggisventlar sem ættu að tryggja öryggi kosninga hér á landi. „Það er í fyrsta lagi að talning fari fram fyrir opnum dyrum, að allir geti komið og fylgst með. Það eru líka umboðsmennirnir, að þeir geti horft á, komið með athuganir, komið með bókanir og svo er það að sjálfsögðu hvernig gengið er frá kjörgögnum,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn hefur meðal annars það hlutverk að úthluta þingsætum. Kjörstjórnin gefur út kjörbréf til þeirra sem kosnir voru á þing. Aðspurð um hvenær landskjörstjórn gæti gefið út kjörbréfin í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin sagði Kristín það vera óvíst. „Við tökum núna eitt skref í einu, það er farið vel yfir allt. Ég get ekki svarað því hér og nú hvenær þau verða útgefin,“ sagði Kristín. Getur það tafist lengi, vikur eða jafn vel mánuði? „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mánuðir en ég get ekki svarað fyrir það akkúrat núna hér hversu það lengi, hvort það muni dragast, og hversu lengi,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn sendi ábendingu um að mjótt væri á munum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi Í viðtalinu fór hún einnig yfir atburði kosninganæturinnar og aðkomu landskjörstjórnar að ákvörðum um endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. „Það var þannig að þegar við sjáum á grundvelli þeirra talna sem yfirkjörstjórnir höfði gefið upp fjölmiðlum þegar verið er að lesa upp tölur, þá sjáum við að það munar afskaplega litlu, annars vegar í Norðvestur og hins vegar í Suður. Þá komum við með ábendingu til yfirkjörstjórna um að þetta sé staðan. Frá fundi landskjörstjórnar.Vísir/Vilhelm Þannig að yfirkjörstjórnir geti þá metið það á þeim grunni hvort að það kalli á einhver viðbrögð, hvað þurfi að upplýsa umboðsmenn um þannig að umboðsmenn séu upplýstir og geti þá tekið sínar ákvarðanir á grundvelli þess. Þá ákveður yfirkjörstjórn í Norðvestur að hefja endurtalningu og yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi tekur þetta fyrir á fundi sínum og ákveður þá að endurtelja ekki en taka þá þessar stikkprufur,“ sagði Kristín. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi ákvað svo á fundi í dag að atkvæði í kjördæminu yrðu talin aftur í kvöld. Óvissa til staðar Aðspurð um hversu langan tíma tæki að fá niðurstöðu í þau mál sem komin væru upp í tengslum við framkvæmd kosninganna sagðist Kristín ekki geta svarað því. „Ég get ekki svarað þessu núna, ég er að bíða eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnunum sem við vorum bara að óska eftir. Það er ekki fyrr en við fáum þessar upplýsingar sem við sjáum í raun og veru er hver staðan er og hvað fór fram og hvað gerðist. Ég er ekki tilbúin að svara því núna.“ Þannig að það er óvissa þangað til? „Já, það er óvissa þangað til“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14