Ljóst að margir hafi ekki verið með hugann við sóttvarnir um helgina Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2021 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að kosningavökur og fögnuðir tengdum fótbolta helgarinnar muni ekki koma í bakið á mönnum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að mannamót helgarinnar – bæði kosningavökur stjórnmálaflokka og fögnuðir tengdum fótbolta – komi ekki til með að skila sér í fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu. Hann segir ljóst að margir hafi ekki sérstaklega haft hugann við sóttvarnir um liðna helgi og að hann voni að það komi ekki í bakið á okkur. Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Svo sjáum við hvað muni gerast eftir þessa síðustu helgi. Mér sýnist að margir hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum almennt séð í samfélaginu núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann þar sérstaklega til kosningavaka stjórnmálaflokkanna og fögnuði í tengslum við lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta. „Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu virðist sem að fólk hafi verið með hugann við eitthvað annað en sóttvarnir.“ Þórólfur segir ljóst að það séu alltaf einhverjir sem séu sáttir og aðrir ósáttir með þær takmarkanir sem séu í gildi í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig veðri það og það er ekkert við því að gera. Ef tölurnar fara ekki upp eftir þetta er þá ástæða til að aflétta þessu öllu? „Ja, ég veit það ekki. Ég held að það væri frekar að líta á það þannig að það sem við erum að gera, þær litlu takmarkanir sem eru í gangi, þær eru að halda þessu skaplegu. Ég held að við eigum frekar að hugsa það þannig - eigum við ekki bara frekar að halda þessum takmörkunum, þessum litlu takmörkunum sem eru í gangi, og halda hlutunum þannig eins og þeir eru, frekar en að aflétta öllu og lenda þá kannski í því eins og við gerðum í júlí,“ spyr Þórólfur. Aðspurður um smittölur helgarinnar segir Þórólfur að honum sýnist þetta hafa verið milli tuttugu til þrjátíu sem hafi greinst á dag. Enn eigi þó eftir að taka þetta almennilega saman. „Svo megum við búast við að það verði einhver aukning núna eftir helgi þegar fleiri sýni verða tekin,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Svo sjáum við hvað muni gerast eftir þessa síðustu helgi. Mér sýnist að margir hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum almennt séð í samfélaginu núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann þar sérstaklega til kosningavaka stjórnmálaflokkanna og fögnuði í tengslum við lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta. „Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu virðist sem að fólk hafi verið með hugann við eitthvað annað en sóttvarnir.“ Þórólfur segir ljóst að það séu alltaf einhverjir sem séu sáttir og aðrir ósáttir með þær takmarkanir sem séu í gildi í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig veðri það og það er ekkert við því að gera. Ef tölurnar fara ekki upp eftir þetta er þá ástæða til að aflétta þessu öllu? „Ja, ég veit það ekki. Ég held að það væri frekar að líta á það þannig að það sem við erum að gera, þær litlu takmarkanir sem eru í gangi, þær eru að halda þessu skaplegu. Ég held að við eigum frekar að hugsa það þannig - eigum við ekki bara frekar að halda þessum takmörkunum, þessum litlu takmörkunum sem eru í gangi, og halda hlutunum þannig eins og þeir eru, frekar en að aflétta öllu og lenda þá kannski í því eins og við gerðum í júlí,“ spyr Þórólfur. Aðspurður um smittölur helgarinnar segir Þórólfur að honum sýnist þetta hafa verið milli tuttugu til þrjátíu sem hafi greinst á dag. Enn eigi þó eftir að taka þetta almennilega saman. „Svo megum við búast við að það verði einhver aukning núna eftir helgi þegar fleiri sýni verða tekin,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira