Stjórnmálamenn út, pítsur og súkkulaði inn Snorri Másson skrifar 26. september 2021 08:31 Kosningarnar eru búnar, það staðfesta auglýsingaskilti bæjarins. Vísir Rís þá í okkur dagur eftir langa nótt, sagði skáldið… Ásýnd miðbæjarins var strax önnur þegar hjólað var til vinnu úr miðbænum og í Laugardal á sjöunda tímanum, þegar tekið var að grána fyrir fyrsta degi nýs pólitísks veruleika á Íslandi að afloknum þingkosningum 2021. Strætóskýli og skiptiskilti hvers konar báru þess engin merki lengur að hér stæði yfir sú ákafa kosningabarátta sem linnulaust hefur barið á skilningarvitum landsmanna undanfarnar vikur og mánuði. Í staðinn fyrir hressa stjórnmálamenn, baráttumenn í baráttusætum, gat nú að líta auglýsingar fyrir pítsur, efnisveitur fyrir íþróttaefni, súkkulaði, hraðpróf og kvikmyndahátíðir. Sem sagt, íslensk efnishyggja af hefðbundna toganum og án þess að hér sé tekin afstaða í málinu máttu þessar kynningar bara teljast notalegar í samanburðinum. Á hefðbundnum plakötum á strætóskýlum stóðu frambjóðendur víða enn keikir enda ekki stafrænar forsendur fyrir öðru. Ef marka má umfjöllun fréttastofu frá því fyrir skemmstu, ættu þeir þó senn að vera á bak og burt enda kostar dagurinn á strætóskýli fleiri hundruð þúsund krónur. Enn vantar lokatölur úr tveimur kjördæmum þegar þetta er skrifað en þær eru væntanlegar á hverri stundu. Þá fer að taka á sig endanlega mynd sú þingsætaskipting sem bíður landsmanna á nýju kjörtímabili - eða svo áfram sé vísað í skáldskap frá liðinni öld: rís í okkur dagur, undan brotnu innsigli, þegar við höfum tætt í sundur okkar eigin mynd. Hér er umfjöllun um kostnaðarsamar auglýsingaherferðir flokkanna, ef vera kynni að einhver sé þegar farinn að sakna þeirra: Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rándýrt að auglýsa í Reykjavík Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar. 22. september 2021 21:00 Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18. september 2021 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Strætóskýli og skiptiskilti hvers konar báru þess engin merki lengur að hér stæði yfir sú ákafa kosningabarátta sem linnulaust hefur barið á skilningarvitum landsmanna undanfarnar vikur og mánuði. Í staðinn fyrir hressa stjórnmálamenn, baráttumenn í baráttusætum, gat nú að líta auglýsingar fyrir pítsur, efnisveitur fyrir íþróttaefni, súkkulaði, hraðpróf og kvikmyndahátíðir. Sem sagt, íslensk efnishyggja af hefðbundna toganum og án þess að hér sé tekin afstaða í málinu máttu þessar kynningar bara teljast notalegar í samanburðinum. Á hefðbundnum plakötum á strætóskýlum stóðu frambjóðendur víða enn keikir enda ekki stafrænar forsendur fyrir öðru. Ef marka má umfjöllun fréttastofu frá því fyrir skemmstu, ættu þeir þó senn að vera á bak og burt enda kostar dagurinn á strætóskýli fleiri hundruð þúsund krónur. Enn vantar lokatölur úr tveimur kjördæmum þegar þetta er skrifað en þær eru væntanlegar á hverri stundu. Þá fer að taka á sig endanlega mynd sú þingsætaskipting sem bíður landsmanna á nýju kjörtímabili - eða svo áfram sé vísað í skáldskap frá liðinni öld: rís í okkur dagur, undan brotnu innsigli, þegar við höfum tætt í sundur okkar eigin mynd. Hér er umfjöllun um kostnaðarsamar auglýsingaherferðir flokkanna, ef vera kynni að einhver sé þegar farinn að sakna þeirra:
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rándýrt að auglýsa í Reykjavík Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar. 22. september 2021 21:00 Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18. september 2021 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Rándýrt að auglýsa í Reykjavík Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar. 22. september 2021 21:00
Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26
Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18. september 2021 10:00