Stjórnmálamenn út, pítsur og súkkulaði inn Snorri Másson skrifar 26. september 2021 08:31 Kosningarnar eru búnar, það staðfesta auglýsingaskilti bæjarins. Vísir Rís þá í okkur dagur eftir langa nótt, sagði skáldið… Ásýnd miðbæjarins var strax önnur þegar hjólað var til vinnu úr miðbænum og í Laugardal á sjöunda tímanum, þegar tekið var að grána fyrir fyrsta degi nýs pólitísks veruleika á Íslandi að afloknum þingkosningum 2021. Strætóskýli og skiptiskilti hvers konar báru þess engin merki lengur að hér stæði yfir sú ákafa kosningabarátta sem linnulaust hefur barið á skilningarvitum landsmanna undanfarnar vikur og mánuði. Í staðinn fyrir hressa stjórnmálamenn, baráttumenn í baráttusætum, gat nú að líta auglýsingar fyrir pítsur, efnisveitur fyrir íþróttaefni, súkkulaði, hraðpróf og kvikmyndahátíðir. Sem sagt, íslensk efnishyggja af hefðbundna toganum og án þess að hér sé tekin afstaða í málinu máttu þessar kynningar bara teljast notalegar í samanburðinum. Á hefðbundnum plakötum á strætóskýlum stóðu frambjóðendur víða enn keikir enda ekki stafrænar forsendur fyrir öðru. Ef marka má umfjöllun fréttastofu frá því fyrir skemmstu, ættu þeir þó senn að vera á bak og burt enda kostar dagurinn á strætóskýli fleiri hundruð þúsund krónur. Enn vantar lokatölur úr tveimur kjördæmum þegar þetta er skrifað en þær eru væntanlegar á hverri stundu. Þá fer að taka á sig endanlega mynd sú þingsætaskipting sem bíður landsmanna á nýju kjörtímabili - eða svo áfram sé vísað í skáldskap frá liðinni öld: rís í okkur dagur, undan brotnu innsigli, þegar við höfum tætt í sundur okkar eigin mynd. Hér er umfjöllun um kostnaðarsamar auglýsingaherferðir flokkanna, ef vera kynni að einhver sé þegar farinn að sakna þeirra: Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rándýrt að auglýsa í Reykjavík Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar. 22. september 2021 21:00 Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18. september 2021 10:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Strætóskýli og skiptiskilti hvers konar báru þess engin merki lengur að hér stæði yfir sú ákafa kosningabarátta sem linnulaust hefur barið á skilningarvitum landsmanna undanfarnar vikur og mánuði. Í staðinn fyrir hressa stjórnmálamenn, baráttumenn í baráttusætum, gat nú að líta auglýsingar fyrir pítsur, efnisveitur fyrir íþróttaefni, súkkulaði, hraðpróf og kvikmyndahátíðir. Sem sagt, íslensk efnishyggja af hefðbundna toganum og án þess að hér sé tekin afstaða í málinu máttu þessar kynningar bara teljast notalegar í samanburðinum. Á hefðbundnum plakötum á strætóskýlum stóðu frambjóðendur víða enn keikir enda ekki stafrænar forsendur fyrir öðru. Ef marka má umfjöllun fréttastofu frá því fyrir skemmstu, ættu þeir þó senn að vera á bak og burt enda kostar dagurinn á strætóskýli fleiri hundruð þúsund krónur. Enn vantar lokatölur úr tveimur kjördæmum þegar þetta er skrifað en þær eru væntanlegar á hverri stundu. Þá fer að taka á sig endanlega mynd sú þingsætaskipting sem bíður landsmanna á nýju kjörtímabili - eða svo áfram sé vísað í skáldskap frá liðinni öld: rís í okkur dagur, undan brotnu innsigli, þegar við höfum tætt í sundur okkar eigin mynd. Hér er umfjöllun um kostnaðarsamar auglýsingaherferðir flokkanna, ef vera kynni að einhver sé þegar farinn að sakna þeirra:
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rándýrt að auglýsa í Reykjavík Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar. 22. september 2021 21:00 Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18. september 2021 10:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Rándýrt að auglýsa í Reykjavík Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar. 22. september 2021 21:00
Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26
Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18. september 2021 10:00