Verið í samskiptum við Facebook vegna umdeildrar kosningaáminningar Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 02:40 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Líkt og í fyrri kosningum birti Facebook á kjördag sérstaka kosningaáminningu sem var ætlað hvetja Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn. Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“ Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“
Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira