Á landsvísu er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 26,8 prósenta fylgi og bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum frá síðustu kosningum og Framsóknarflokkurinn með 15,7 prósenta fylgi og bætir við sig tæpum fimm prósentustigum frá síðustu kosningum.
Vinstri græn eru eini stjórnarflokkurinn sem tapar fylgi eftir kjörtímabilið en eftir fyrstu tölur í öllum kjördæmum er flokkurinn með 13,2 prósenta fylgi, sem er tæpum fjórum prósentustigum verra en í síðustu kosningum.
Miðað við þetta bæta ríkisstjórnarflokkarnir við sig sex mönnum og gætu haldið meirihluta með 39 þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti þar 19 þingmenn, Framsókn 11 og Vinstri græn 9.
Flokkur fólksins á siglingu
Flokkur fólksins hefur komið mjög á óvart eftir fyrstu tölur í kvöld og mælist nú með 9,7 prósenta fylgi og bætir við sig tæpur þremur prósentum. Flokkurinn fengi sjö menn á þing miðað við þetta.
Þetta er mikill sigur fyrir flokkinn sem mældist úti af þingi í fjölmörgum könnunum fram að kosningum.