Katrín sátt við fyrstu tölur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 23:41 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist líta björtum augum á kvöldið. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. „Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
„Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira