Katrín sátt við fyrstu tölur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 23:41 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist líta björtum augum á kvöldið. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. „Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
„Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira