Lífið

Skálað í sérrí á kosninga­vöku Hrafnistu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Edda María Magnúsdóttir, 85 ára gamall íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Edda María Magnúsdóttir, 85 ára gamall íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði. stöð 2

Íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði bíða sérlega spenntir eftir fyrstu tölum kvöldsins og skála nú í sérrí og Baileys yfir kosningasjónvarpi Stöðvar 2.

Fréttamaður okkar ræddi við Eddu Maríu Magnúsdóttur, 85 ára gamlan íbúa, sem var í miklu kosningastuði.

Edda María er sjálf búin að kjósa og segir valið í ár hafa verið einfalt.

Hún segist vera afar pólitískt þenkjandi en hvernig heldur hún að kosningarnar fari í ár?

„Ég vona bara að þetta fari þannig að við getum verið ánægð, bæði ungir og gamlir. Ég vona það innilega,“ segir hún.

Spurð hvernig kosningakvöldið verði á Hrafnistu segir hún: „Ég held það verði bara ljúft og gott eins og alltaf.“

Ætlarðu að vaka í alla nótt?

„Nei, ég held ég þurfi ekkert að ákveða með það. Maður bara sofnar,“ segir hún og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.