Fjármögnun Landspítala verði þjónustutengd frá áramótum Þorgils Jónsson skrifar 24. september 2021 16:42 Samkomulag LSH við Sjúkratryggingar var undirritað í gær og staðfest af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, og María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, undirrituðu í gær samning um breytt skipulag á fjármögnun hluta starfsemi spítalans. Í honum flest að frá og með næstu áramótum verði klínísk starfsemi LSH fjármögnuð í samræmi við umfang veittrar þjónustu. Markmiðið með þessum samningum er að fjármögnun spítalans verði meira í samræmi við þjónustuna sem veitt er. Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að um sé að ræða stærsta samning um kaup á heilbrigðisþjónustu sem gerður hefur verið hér á landi. Með þessu er gert ráð fyrir að fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu LSH og raunkostnaði við hana. Þá ætti af þessu að hljótast aukið gegnsæi við úthlutun fjármagns, auðveldara verði að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Þá er gert ráð fyrir að nýja fyrirkomulagið stuðli að aukinni skilvirkni ásamt betra eftirliti með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Með samningnum verður fjármögnun klíníska hluta starfseminnar þjónustutengd, en verkefni sem t.d. tengjast hlutverki hans á sviði kennslu og vísinda, stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds verða fjármögnuð með föstum fjárveitingum eins og áður. Páll segir í pistli á heimasíðu LSH að um langþráð tímamót sé að ræða. „Árið 2016 undirrituðum við samning við þáverandi heilbrigðisráðherra um innleiðingu kerfisins en nú má segja að gengið hafi verið skrefinu lengi þar sem stór hluti klínískrar starfsemi spítalans verður nú fjármagnaður með þessum hætti. Hér er því kominn hvati til að framleiða meira og veita betri þjónustu, um leið og gæðaviðmið sem liggja að baki samningnum veita starfseminni aðhald og hvatningu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að um sé að ræða stærsta samning um kaup á heilbrigðisþjónustu sem gerður hefur verið hér á landi. Með þessu er gert ráð fyrir að fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu LSH og raunkostnaði við hana. Þá ætti af þessu að hljótast aukið gegnsæi við úthlutun fjármagns, auðveldara verði að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Þá er gert ráð fyrir að nýja fyrirkomulagið stuðli að aukinni skilvirkni ásamt betra eftirliti með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Með samningnum verður fjármögnun klíníska hluta starfseminnar þjónustutengd, en verkefni sem t.d. tengjast hlutverki hans á sviði kennslu og vísinda, stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds verða fjármögnuð með föstum fjárveitingum eins og áður. Páll segir í pistli á heimasíðu LSH að um langþráð tímamót sé að ræða. „Árið 2016 undirrituðum við samning við þáverandi heilbrigðisráðherra um innleiðingu kerfisins en nú má segja að gengið hafi verið skrefinu lengi þar sem stór hluti klínískrar starfsemi spítalans verður nú fjármagnaður með þessum hætti. Hér er því kominn hvati til að framleiða meira og veita betri þjónustu, um leið og gæðaviðmið sem liggja að baki samningnum veita starfseminni aðhald og hvatningu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira