Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 10:52 Brian Laundrie sést hér á upptöku úr myndavél lögregluþjóns sem stöðvaði hann og Petito í Utah í ágúst. TIlkynning hafði borist um að parið ætti í rifrildi og að Laundrie hefði slegið Petito. AP/lögreglan í Moab Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. Petito, sem var 22 ára gömul, fannst látin við þjóðgarð í Wyoming á sunnudag. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í ágúst en þá var hún á ferðalagi um Bandaríkin með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum. Laundrie sneri einn heim úr ferðalaginu 1. september en neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hefði orðið um hana. Hann hvarf sjálfur á þriðjudag í síðustu viku. Ákæra var lögð fram á hendur Laundrie fyrir umdæmisdómstóli í Wyoming á miðvikudag. Hann er sakaður um að hafa notað debetkort og PIN-númer annarrar manneskju til þess að taka út fé eða greiða samtals meira en þúsund dollara, jafnvirði tæpra 130.000 íslenskra króna, eftir að Petito hvarf. AP-fréttastofan segir að ekki komi fram í ákærunni hver átti greiðslukortið sem Laundrie notaði. Fulltrúi alríkislögreglunnar FBI segir ákæruna gera lögregluliði um öll Bandaríkin kleift að leita að Laundrie á meðan rannsókn á morðinu á Petito heldur áfram. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í þeirri rannsókn áður en hann hvarf í síðustu viku en lögregla hafði mikinn áhuga á að ræða við hann. Leit að Laundrie hélt áfram á náttúruverndarsvæði á Suður-Flórída í gær. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætlaði að ganga einn um fenjasvæði á Carlton-náttúruverndarsvæðinu á þriðjudag í síðustu viku. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Petito, sem var 22 ára gömul, fannst látin við þjóðgarð í Wyoming á sunnudag. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í ágúst en þá var hún á ferðalagi um Bandaríkin með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum. Laundrie sneri einn heim úr ferðalaginu 1. september en neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hefði orðið um hana. Hann hvarf sjálfur á þriðjudag í síðustu viku. Ákæra var lögð fram á hendur Laundrie fyrir umdæmisdómstóli í Wyoming á miðvikudag. Hann er sakaður um að hafa notað debetkort og PIN-númer annarrar manneskju til þess að taka út fé eða greiða samtals meira en þúsund dollara, jafnvirði tæpra 130.000 íslenskra króna, eftir að Petito hvarf. AP-fréttastofan segir að ekki komi fram í ákærunni hver átti greiðslukortið sem Laundrie notaði. Fulltrúi alríkislögreglunnar FBI segir ákæruna gera lögregluliði um öll Bandaríkin kleift að leita að Laundrie á meðan rannsókn á morðinu á Petito heldur áfram. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í þeirri rannsókn áður en hann hvarf í síðustu viku en lögregla hafði mikinn áhuga á að ræða við hann. Leit að Laundrie hélt áfram á náttúruverndarsvæði á Suður-Flórída í gær. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætlaði að ganga einn um fenjasvæði á Carlton-náttúruverndarsvæðinu á þriðjudag í síðustu viku.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00
Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25