Varar við hættu sem getur stafað af papparörunum Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2021 08:47 Ekki er til neinn alþjóðlegur staðall fyrir papparörin, segir Herdís Storgaard sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna. Getty „Það voru tvær mæður sem létu mig vita, sama sólarhringinn, að þegar börnin þeirra voru að drekka úr einhverjum umbúðum með papparörum, þá losnaði frá hluti af rörinu og varð eftir í munni barnanna.“ Þetta segir Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna, sem bendir á það á Árveknissíðu sinni á Facebook, sem miðar að því að auka slysavarnir barna, að drykkjarrörin úr pappa, sem hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu misserin, geti valdið hættu fyrir yngstu börnin. Herdís segist í samtali við Vísi vera tengd fólki sem sé að vinna að öryggismálum barna um allan heim og kallaði hún í kjölfar tilkynninganna eftir upplýsingum og hafi þá komið í ljós að það hefðu verði skráð tilfelli þar sem litlu munaði að börn hafi kafnað. „Þetta er sami aldurshópurinn og þessi börn hér. Þau voru bæði yngri en þriggja ára. Þetta er nýtt, að fólk áttar sig ekki á að papparörin eru ekki eins sterk og endast ekki eins lengi. Lítil börn eru kannski lengi með þetta í munni á meðan þau eru að drekka og þau eru með afskaplega skarpar tennur. Þau eru oft pirruð í munni þar sem þau eru að taka tennur. Þau eru því að bíta meira í rör en aðrir neytendur. Þetta er þekkt varðandi plaströrin, það hafa orðið slys þar líka. Það segir sig sjálft að ef börn geta bitið plaströr í sundur þá geta þau líka bitið papparörin í sundur,“ segir Herdís. Ekki til alþjóðlegur staðall Herdís segir að til sé alþjóðlegur staðall fyrir plaströr, en það eigi ekki við um papparör. „Framleiðendur eru að nota plaströrastaðalinn, en það er ekki alveg ljóst hvað endingin á að vera góð. Þetta er líka spurning um umhverfissjónarmið.“ Það eina sem hægt er að gera í augnablikinu er að fræða foreldra til að fólk átti sig á þessari hættu. „Fólk verður að átta sig á þessari hættu og fylgist vel með að ekki losni af rörunum í munni barnanna,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þetta segir Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna, sem bendir á það á Árveknissíðu sinni á Facebook, sem miðar að því að auka slysavarnir barna, að drykkjarrörin úr pappa, sem hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu misserin, geti valdið hættu fyrir yngstu börnin. Herdís segist í samtali við Vísi vera tengd fólki sem sé að vinna að öryggismálum barna um allan heim og kallaði hún í kjölfar tilkynninganna eftir upplýsingum og hafi þá komið í ljós að það hefðu verði skráð tilfelli þar sem litlu munaði að börn hafi kafnað. „Þetta er sami aldurshópurinn og þessi börn hér. Þau voru bæði yngri en þriggja ára. Þetta er nýtt, að fólk áttar sig ekki á að papparörin eru ekki eins sterk og endast ekki eins lengi. Lítil börn eru kannski lengi með þetta í munni á meðan þau eru að drekka og þau eru með afskaplega skarpar tennur. Þau eru oft pirruð í munni þar sem þau eru að taka tennur. Þau eru því að bíta meira í rör en aðrir neytendur. Þetta er þekkt varðandi plaströrin, það hafa orðið slys þar líka. Það segir sig sjálft að ef börn geta bitið plaströr í sundur þá geta þau líka bitið papparörin í sundur,“ segir Herdís. Ekki til alþjóðlegur staðall Herdís segir að til sé alþjóðlegur staðall fyrir plaströr, en það eigi ekki við um papparör. „Framleiðendur eru að nota plaströrastaðalinn, en það er ekki alveg ljóst hvað endingin á að vera góð. Þetta er líka spurning um umhverfissjónarmið.“ Það eina sem hægt er að gera í augnablikinu er að fræða foreldra til að fólk átti sig á þessari hættu. „Fólk verður að átta sig á þessari hættu og fylgist vel með að ekki losni af rörunum í munni barnanna,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31