Íslenskan glímir við ímyndarvanda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 15:21 Íslensk málnefnd segir mikilvægt að menntakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar að mati Íslenskrar málnefndar, sem gefið hefur út árlegt álit sitt á stöðu íslenskrar tungu. Ályktunin er gefin út samhliða því að boðað hefur verið til málræktarþings um íslenskukennslu á 21. öld, sem haldið verður þann 30. september á Þjóðminjasafninu. Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að mikilvægt sé að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Auka þarf áherslu á málörvun og málþroska á leikskólastigi. Endurmeta þurfi inntak íslenskukennslu og menntun íslenskukennara. Þá þurfi að efla þurfi kennslu í íslensku sem öðru máli. Styðja þurfi betur við bókasöfn sem upplýsingaveitu og upplýsingamiðstöð og enn fremur námsefnisgerð á íslensku en nýta þurfi þar möguleika upplýsingatækninnar. Enskan tengd við skemmtilega hluti frekar en íslenskan Sérstakur kafli í ályktun málnefndar fjallar um ímyndarvanda íslenskunnar. Segir þar að íslenskan eigi við slíkan vanda að glíma sem þjóðtunga og kennslutunga, meðal annars á meðal skólabarna. Hluta skýringarinnar sé að finna innan menntakerfisins, en einnig svokallaðan umdæmisvanda. „Hann felst í stækkandi notkunarsviði ensku á kostnað íslensku og takmörkuðu aðgengi að fjölbreyttu innlendu eða þýddu efni,“ segir í ályktuninni. Íslenskir nemendur tengi ensku við skemmtilega hluti, en íslensku við þá sem eru ögn leiðinlegri. „Í huga nemenda er íslenska stundum tengd sérstaklega við skólaverkefni, einkunnir, leiðréttingar, virðingu og eldra fólk en enska aftur á móti við skemmtun, afþreyingu, ferðalög og framtíðartækifæri,“ segir í ályktuninni. „Mikilvægt er að skólar og samfélagið allt geri sér grein fyrir þessum viðhorfsvanda og átti sig á hve skaðleg neikvæð umræða um íslenska málnotkun getur verið fyrir ímynd íslensks máls annars vegar og sjálfsmynd nemenda hins vegar,“ segir ennfremur. Lesa má ítarlega ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2021 hér. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Ályktunin er gefin út samhliða því að boðað hefur verið til málræktarþings um íslenskukennslu á 21. öld, sem haldið verður þann 30. september á Þjóðminjasafninu. Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að mikilvægt sé að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Auka þarf áherslu á málörvun og málþroska á leikskólastigi. Endurmeta þurfi inntak íslenskukennslu og menntun íslenskukennara. Þá þurfi að efla þurfi kennslu í íslensku sem öðru máli. Styðja þurfi betur við bókasöfn sem upplýsingaveitu og upplýsingamiðstöð og enn fremur námsefnisgerð á íslensku en nýta þurfi þar möguleika upplýsingatækninnar. Enskan tengd við skemmtilega hluti frekar en íslenskan Sérstakur kafli í ályktun málnefndar fjallar um ímyndarvanda íslenskunnar. Segir þar að íslenskan eigi við slíkan vanda að glíma sem þjóðtunga og kennslutunga, meðal annars á meðal skólabarna. Hluta skýringarinnar sé að finna innan menntakerfisins, en einnig svokallaðan umdæmisvanda. „Hann felst í stækkandi notkunarsviði ensku á kostnað íslensku og takmörkuðu aðgengi að fjölbreyttu innlendu eða þýddu efni,“ segir í ályktuninni. Íslenskir nemendur tengi ensku við skemmtilega hluti, en íslensku við þá sem eru ögn leiðinlegri. „Í huga nemenda er íslenska stundum tengd sérstaklega við skólaverkefni, einkunnir, leiðréttingar, virðingu og eldra fólk en enska aftur á móti við skemmtun, afþreyingu, ferðalög og framtíðartækifæri,“ segir í ályktuninni. „Mikilvægt er að skólar og samfélagið allt geri sér grein fyrir þessum viðhorfsvanda og átti sig á hve skaðleg neikvæð umræða um íslenska málnotkun getur verið fyrir ímynd íslensks máls annars vegar og sjálfsmynd nemenda hins vegar,“ segir ennfremur. Lesa má ítarlega ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2021 hér.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11
Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41