Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 14:11 Bandarískir landamæraverðir á hestbaki reyna að fanga farandfólk sem kemur yfir Río Grande-fljót á landamærum Bandaríkjanna og Texas á sunnudag. AP/Felix Marquez Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post. Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post.
Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira