„Við héldum að við myndum sleppa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2021 12:36 Skólahald hófst með eðlilegum hætti á Reyðarfirði í morgun eftir nokkurra daga lokun. Vísir/vilhelm Skólahald í leik- og grunnskóla á Reyðarfirði hófst aftur í morgun eftir að skólunum var lokað í byrjun vikunnar vegna hópsmits kórónuveirunnar. Leikskólastjóri kveðst bjartsýnn en þó megi lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum á ný. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. 36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54
Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09
Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52